Kirkjuritið - 01.04.1941, Síða 30
Apríl.
Lýður Guðs við grátmúrinn.
í páskavikunni í fyrra var útvarpað einhverjum hin-
um átakanlegasta söng, er ég nokkuru sinni liefi hevrt.
Það voru kveinstafir Gyðinga við grátmúrinn í Jerú-
salem. í nítján aldir hefir þessi hrausta, gáfaða og kyn-
sæla þjóð, þessi „vesæla, hrakta og huggunarlausa“
þjóð sungið kveinstafi sína við grátmúra útlegðarlífs
hennar. Hafi allar þær hörmungar hlasað við auga sjá-
andans mikla við innreið hans í höfuðhorg þjóðarinnar,
þá undrast enginn, þótt hann gréti yfir Jerúsalem.
Enn einu sinni er kirkja Krists að verða krossberi og
þjáningakirkja á jörðinni. Enn einu sinni er harma-
kveinið mikla endui'vakið við grátmúrinn. Enn einu
sinni hafa sjáendur og guðsmenn ástæðu til að gráta
yfir ófarsæld manna. Enn einu sinni fer hoðskapur hat-
ursins sigurför meðal þjóðanna.
Getum við dansað og leikið okkur, étið, drukkið og
verið glaðir, þegar bræður vorir eru ofsóttir og líða þján-
ingar víðsvegar um heim? Getum við komist hjá því að
gráta með þeim, og gráta yfir ófarsæld þjóðanna. Þar
er nú víða ófagurt um að litast. Hjá voldugum þjóðum
er ýmist verið að reyna að afmá kristindóminn, afmá
Gyðingana, afmá liugsana og atliafnafrelsi. Á öðrum
stöðum geisa svo hin liryllilegustu stríð, þar sem skvld-
ar þjóðar og hræður reyna að afmá hver annan. Yið
þetta bætast svo viðskiftaörðugleikar, atvinriuleysi, á-
fengisböl og önnur vandræði.
Fagnaðarerindi Krists vinnur gegn ágirnd og auðsöfn-
un. Það er því skiljanlegt, að menn, sem auðgast vilja á
áfengissölu, vopnaframleiðslu eða öðru slíku, ljái því
lítið fylgi. Fagnaðarerindi Krists eflir bezt samúð og
hræðralag manna á jörðu, þess vegna gerast þeir menn