Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 3

Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 3
Kirkjuritið. Páskasálmur. Nú hljómi lofsöngslag frá lífsins hörpu í dag, því rósin lífsins rauða er risin upp frá dauða. Vor lofgjörð linni eigi á lífsins sigurdegi. Þann dýrðardag að sjá, ó, Drottinn, er mín þrá, því með þér, rósin rauða, ég rísa vil af dauða og lifa þínu lífi, — þin líkn mér breyskum hlífi. Ég þakka, Jesú, þér, að þú hefir gefið mér þá von, sem vetri breytir í vor, er sæla heitir. því linni lof mitt eigi á lífsins sigurdegi. Burt synd og hjartasorg. Ég sé Guðs friðarborg, og lífsins lindir streyma, þar lífið sjálft á heima. Því linnir lof mitt eigi á lífsins sigurdegi. Bjarni Jónsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.