Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 5
KirkjuritiS. Sjóndeildarhringur kristindómsins.
115
En ekki verður sjónhringur trúar vorrar, sannarlegs kristin-
dóms, tilkomuminni né þrengri, né sýnirnar um hann allan óveg-
legri eða miður undrunar- og aðdáunarverðar, ef farið er, og
komizt verður, upp á hæstu hæðina, hentugasta fjallið, sem þar
er til; og þaðan horft í allar áttir, aftur fyrir sig, umhverfis og
tram fyrir, upp og niður og allt í kring, með heilbrigðri sálar-
sJon, að viðbættum sjónauka trúarinnar, við mestu og beztu birt-
una, sem kristindómurinn á, og yfir höfuð er til í andans heimi.
En hæsta hæðin, hæsta fjall kristindómsins, það er — upprisu
grafarkletturinn lági, eða steinninn stóri, sem byrgt hafði
steingröf endurlausnarans, innsiglaða og vörðum varða; en
'á þó, frá oltinn við galopna og tóma gröf hans á Páskadags-
m°rgun, orðinn að sæti himneskra engla, sem lýstu hinn kross-
festa upprisinn og eilíflega lifanda og dýrðlegan Drottin. Og
kirtan, ljósið, sem lýsir sálar- og trúarsjóninni á og út frá þessari
sjonarhæð, sjónarhæð upprisugrafarinnar, það er ljós uppris-
unnar og lífsins, ljós alls þess sannleika, sem birtur er og staðfest-
nr með upprisu Frelsarans. — Ofan af Heklu er sagt að sjáist yfir
°K um nálega allt vort fjölbreytilega, mikilfenglega og fagra land,
°S þykir það miþil og merkileg — já, ógleymanleg sjón. En ekki
er það þó mikið hjá því, er sjá má frá upprisuklettinum. Því að
baðan má sjá mikið víðar út í allar áttir, upp og niður, aftur á
^^k, umhverfis og áfram — endalaust. Þaðan má líta alla heima
geima, öll lönd og höf, og haf tíma og eilífðar; yfir fortíð, nú-
tið og framtíð; „í gegnum grafarhúm, í gegnum tíma og rúm“.
„þar er svo bjart, að birtast huldir vegir“. Þaðan má eygja
kjarma frá upphafi tilverunnar; þaðan má greina geislaspor guð-
legrar forsjónar og vísdóms og gæzku vega hans. Þaðan má líta
kimneskan kvöldroða hins jarðneska tíma og morgunroða eilífs
Kfs blandast og renna saman á óumræðilega dýrðlegan hátt; vetr-
arskuggar alls jarðardauðans marglitast og ljómast upp, eyðast og
kverfa fyrir sumarsólarbirtu himneska eilífa lífsins. Frá upp-
risugrafarklettinum, upprisufjallinu, sjáum vér aftur fyrir oss í
tima og rúmi, allt að upphafi tilverunnar; skynjum umhverfis oss
straum og tilgang sköpunarinnar, og horfum fram allt að endi-
marki hennar. Þar sjáum vér, að skaparinn var, er og verður allt
1 öllu og öllum; að „frá honum og fyrir hann og til hans eru
sllir hlutir“; eru allir út frá honum runnir í upphafi; fyrir vilja
hans og kraft tilorðnir, viðhaldnir, og tilgangi hans þjónandi, og
aftur til hans hverfandi að lokum. En tilganginn, vilja og ætlun
skaparans, með öllu hans verki, stjórn og handleiðslu hans, fá-