Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 6
116
Ófeigur Vigfússon:
April.
um vér að sjá, meðal margs annars, í þessu kristindómsorði:
„Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess
að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“.
Það er því alkærleiksdýrðarljómi, sem fyrir sálarsjón vorri leik-
ur um og yfir orsök, tilgangi og takmarki allrar sköpunarinnar,
ofar og utar en allt þetta marga og mikla skuggalega og ömur-
lega í tilverunni, sem vér svo oft og víða sjáum og finnum svo
sárt til næst oss, og Iíka innan um og saman við það, sem fagurt
er og yndislegt, alveg eins og þegar himinsólin vor sést og finnst
oft skína skær og hlý og fögur fyrir ofan eða bak við ský og
skúraflóka, rykmekki og hríðarél, niðri á láglendinu, ef staðið
er uppi á Heklu, og þó lægra sé; og eins og þá líka sólarljósið
og ylurinn nær oftsinnis niður til vor, niður á láglendið, á milli
élja eða innanum og gegnum ský og skúrir.
En ef vér svo lítum nær oss, og horfum sérstaklega á allt þetta'
dapurlega og dauðlega, raunalega og þjáningafulla, sem er og
gerist, og sýnist endilega verða að fylgja lífinu „hér niðri á láði
lágt“, eins og skugginn Hkama vorum, en höldum oss þó hátt
uppi á sjónarhæð upprisunnar, þá sjáum vér, að ekkert er samt
að óttast, og engu vonlaust að kvíða; því að fyrir utan og ofan
þetta allt eru sjáanleg sól og sumar, er senda birtu og hlýju hing-
að niður, með skýrri bendingu um, að allt þetta mótdræga, mæð-
an öll og meinin jarðnesku, eru aðeins sem ský eða skuggar, sem
hverfa öll á sínum tíma; og þó að þau haldizt lengi og loði við
jörðina, þá munum vér þó sjálfir vonum bráðar „berast upp og
yfir tjöldin skýja“, og þá „jarðarmyrkrin flýja, fyrir ljósi land-
inu engla frá“; og að það mun að því koma, sem Drottinn Kristur
sagði, að „eins og konan minnist ekki framar harmkvæla sinna,
þegar hún hefir barnið fætt, svo munum vér líka gleyma öllum
jarðlífskvölum vorum fyrir fagnaðar sakir, eða meta þær sem
ekkert, þegar óumræðileg dýrð annars æðri heims birtist og veit-
ist til fulls, fyrir hann og með honum, Drottni Kristi, upp úr
sáluhjálplegu andláti voru, ef oss hér auðnast að lifa og deyja
í Drottni vorum.
í og með þessari sálar- og trúarsýn, ofan af sjónarhæð upp-
risunnar, er og verður oss veitt hjálp og huggun, styrking og
þrek í þrautum og raunum og baráttu þessa jarðlífs, og til þess
að lifa svo, og síðan deyja, eins og vér, í upprisuljómanum líka
sjáum, að þörf og nauðsyn er á, til þess í líkamsdauðanum eða
upp úr honum, að mega rísa upp, hefjast upp til lífs í eilífu ljósi,
í líking við sjálfan Lausnarann. En það er með upprisu hans