Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 10
120 Ófeigur Vigfússon: April. andi, lifandi og starfandi, lýsandi og leiðandi, leitandi, finnandi og frelsandi, og sendandi út postula hér á jörðu og engla í and- anna heimi, til þess að tvístra og eyða öllu myrkri, mæðum og meinum; allri illsku, eymd og kvölum, um síðir; eða til þess að „tæma helvíti“, eins og svo ágætlega hefir verið að orði komizt um líf og starf Drottins vors og allra hans sannra sendiboða, „tæma helvíti“, bæði hér og hinum megin, allt þar til, að hann hefir dreg- ið alla til sín, og orðin er ein hjörð og einn hirðir, einn Guð allt í öllum, allur vetur og vetrarfaraldur horfinn, og komin eilíf sumartíð, eins og vér æ um páskaleytið væntum, að jarðneski veturinn vor, og myrkur hans og mein, muni bráðlega hverfa fyrir blessuðu sumri og sumargæðum. Slíkt og þvílíkt er því sjónarsvið vorra blessuðu trúarbragða, hins sanna kristindóms, eins og hann er kenndur og sýndur ein- faldur og háleitur, hreinn og heilagur af Kristi sjálfum, postulum hans og lærisveinum í Nýja testamentinu, þegar um það er horfti írá sjónarhæð uprisunnar, við alla blessaða birtuna frá henni, með heilbrigðri sálarsjón og eðlilegum trúaraugum. Því að upp- risan Drottins sannar öll hans orð, staðfestir kenning hans og verk; og á henni byggjast, og við hana styðjast einnig orð og verk postúla hans og allra beztu og sönnustu lærisveina hans æ síðan. ‘ Finnst mönnum nú þetta sjónarsvið vera lítið og þröngt? Finnst mönnum hér vera mjög lágt undir loft eða stutt milli veggja? Geta menn með ré'ttu kallað oss, kristna menn, þröng- sýna eða lágt og smátt hugsandi og horfandi, eða hégómlega trú- andi, oss, sem sjáum allt þetta og horfum á það frá dýrðarhæð upprisunnar? Eða finnst mönnum hér vera nokkuð um of eða nokkuð van í þessari heimsmynd kristindómsins? Er nokkur þörf á að draga nokkuð úr eða bæta nokkru við? Hver getur breytt cða bætt um hjálpræðiskenningu og verk hans, sem sjálfur „reis með dýrð frá dauða“, og leiddi með því í ljós eilíf sannindi orða) sinna og verka? Hátt lofuð og blessuð sé því meðal vor upprisan Drottins vors,l og hann sjálfur að eilífu, ásamt Föðurnum, sem elskaði heiminn svo mjög, að hann gaf honum sinn eingetinn son. En þú, kæri kristni bróðir og systir, sem átt svo háan og víð- an, bjartan og fagran sjóndeildarhring, himin svo háan, og heims- mynd svo stóra og vegsamlega, sem nú er séð og sýnt, og sjónar- hæðina í svo mikilli hæð og birtu, að þú færð af henni séð um alla heima og geyma, ef þú ríst upp til að nota þér þessa hæð

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.