Kirkjuritið - 01.04.1943, Page 13

Kirkjuritið - 01.04.1943, Page 13
Kirkjuritið. Þjóðerni og kirkja. 123 veði, sem að réttu er ekki minna dýrmæti en likamlegt iíf og vellíðan. Ollum er það ijóst, að með komu hins fjölmenna er- lenda herliðs steðjaði að þjóðinni hætta, sem er ný og einstök í sögu landsins. Um þetta hefir verið skrafað og skrifað, fundir lialdnir og ályktanir samþvkktar og jafnvel „gerðar ráðstafanir". Flest af þvi hefir þó lotið að einu atriði, mökum íslenzkra kvenna við hina erlendu hermenn, rétt eins og engin önnur hætta staf- aði af þessari mildu innrás. Vissulega liefir þetta verið orð í tíma talað, enda hefir það sennilega verið lesið og samþykkt af flestum nema þeim, sem hlut áttu að máli °g áhrif átti að liafa á. En ekki er nóg að líta i þessa einu átt. Víðar eru hættur, sem steðja að þjóðerni okk- ar af völdum þessarar innrásar. Og þó að við séum sjálfsagt og með réttu hneyksluð á framferði stúlkna þeirra, sem ganga hugsunarlaust með erlendum her- niönnum, þá liefðum við gott af að renna einnig augun- oin til annara, og meðal annars okkar sjálfra og athuga, hve vel þar er staðið á verði. Það mætti líka kannske ætlast til meira af sumum öðrum en þessum vesalings stúlk- l>ni, sem illa hafa slaðizt einkennisbúningana og þá, sem í þeim eru. Hér kom nýlega á döfina mál, sem lét lítið yfir sér, en var þannig vaxið, að það var góður prófsteinn á varðmennina. Eins og almenningi er kunnugt, hefir brezki lierinn fengið afnot íslenzka útvarpsins, ég ætla eina klukku- stund á dag, og notað þessa stund til þess að skemmta mönnum sinum hér, bæði með því að endurvarpa frétt- um frá Englandi og flytja ýmislegt skemmtiefni. Eng- mn hefir amazt við þessu. Á sjó og landi njóta þessa út- varps margir menn, sem allir hljóta að kenna í brjósti

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.