Kirkjuritið - 01.04.1943, Page 14

Kirkjuritið - 01.04.1943, Page 14
124 Magnús Jónsson: April. um, menn, sem rifnir eru frá heimilum og venjulegum háttum öllum og settir á vörð hér á norðurhjaranum. Þeir ná hetur til íslenzku stöðvarinnar en heimastöðv- anna. Einn líma á dag er spjallað við þá og á þeirra máli fyrir milligöngu þessarar nálægu stöðvar, talað og' sungið og leikið. Nú eru liér komnir miklu fleiri menn frá Ameríku. Og þó að þeir skilji enskuna og heyri liana sem sitt móð- urmál, þá má húast við því, að þeim þyki sér eitthvað annað henta. Og nú hafa þeir farið fram á að fá einnig útvarpsstöðina íslenzku til sinna þarfa. Og þeir liafa boðið meira. Þeir vilja helzt fylla út í þann tíma, sem við ætlum eklci að nota stöðina, og þeir vilja einnig tala á íslenzku, tala við íslendinga. Og urn þetta var gerður samningur. Nú hrukku menn við, og raddir hófust gegn þessu. Hér væri verið að fara inn á svið, sem engri átt næði að hleypa neinum inn á nema íslendingum sjálfum. Við ættum sjálfir að ráða því fullkomlega, hvernig þetta mikla áróðurstæki, útvarpið, væri notað í viðskiftum við okkar eigin þjóð. Þar dygði ekkert „eftirlit“, því að fljótt myndi reynast ókleift að vísa nokkru frá, sem hinn erlendi aðili vildi hjóða fram. Ég er þessu fullkomlega samþykkur. Við getum ekki neitað hinum einmana hermönnum, hvort sem þeir eru frá Englandi eða Ameríku, um það, að fá að nota útvarpið einliverja stund á degi hverjum til þess að fá fréttir og annað til gamans og dægrastytt- ingar. En svo er því líka lokið, sem við getum leyft. Hér er ekki að ræða um vinsemd eða óvinsemd. Þetta er metnaðarmál, grundvallari'egla, sem ekki á að víkja frá. Ég ætla ekki að ræða þetta mál hér, heldur nefni ég það einungis sem dæmi. Mér dettur ekki í hug að ætla þeim neitt illt, er að þessum samningi stóðu, hvorki frá ldið Ameríkumanna né íslendinga.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.