Kirkjuritið - 01.04.1943, Side 19

Kirkjuritið - 01.04.1943, Side 19
Rirkjuritið. Þjóðerni og kirkja. 129 það er úfinn sær eða ill færð, liríðarveður eða lieiða- vegur. Ctlendingar kvarta undan þessu. Danir, okkar góða samhandsþjóð, hafa fengið að kenna á því um aldirn- ar. Þarna hafa íslendingar þumbast en aldrei gefizt upp, oft látið í minni pokann, en aldrei viljað sleppa sínum poka. Góðum skilyrðum liafa þeir liafnað og aldrei verið hrifnir eða ánægðir. Ég hef heyrt sögu af því, að Jón Sigurðsson hafi verið í hoði hjá konungi, nokkru eftir að hann gaf íslending- um stjórnarskrána 1874. Drottningin vék sér að Jóni og segir: „Jæja, herra Sigurðsson, eruð þið nú ekki ánægð- ir?“ Jón hneigði sig hofmannlega fyrir drottningu og svaraði: „Það er góð byrjun, yðar hátign!“ Þetta var ósvikið íslenzk svar við dönskum greiða. Sama sagan fer af okkur enn. Aðrar þjóðir geta ekki búizt við öðru af okkur. Hinar miklu þjóðir, sem liafa gert okkur þann greiða að vernda okkur, hafa aldrei séð verulegan þakklætisglampa í augum okkar. I blöð- um þeirra fer lieldur vont orð af okkur, ekki heinlínis fyrir ókurteisi eða illskiftni, heldur fyrir sérgæðings- hátt og stífni. Við viljum allt liafa en ekkert láta, við sé- um alltaf þurrir á manninn. Sumir hneyldsast á þessu umtali erlendra blaða um okkur. Ég get það ekki. Mér þykir fremur vænt um það. hví að þótt vitanlega væri bezt að vera svo fullkominn, geta livorttveggja í senn, verið hvers manns hugljúfi °g staðið þó fast á sínu, alið allt hið góða og hafnað öllu hinu illa, þá er varla von, að það náist þegar í stað. Og' þá finnst mér einmitt þessi tilfinning útlendinganna henda á, að í okkur sé enn hið gamla viðnám, sem kemur þeim fyrir sjónir eins og kuldi í fasi og þvergirðingsleg framkoma. Einar Þveræingur fær enn hljómgrunn á Islandi. Við verðum að varast það að falla þegar fram. Milljón-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.