Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 22
132
Magnús Jónsson:
Apríl.
ið upp á sker, sem sjómenn vita ekki um eða sjá ekki
við, eða annað komið fyrir, sem mannlegum mætti er
ofvaxið. En sjómaðurinn gerir sína skyldu fyrir því. Og
við eigum að gera okkar skyldu meðan tækifæri er til
þess. ----------
Hér veltur því allt á manngildinu. Eigum við það nóg?
Getum við aukið það og stutt það? Eða erum við ef til
vill að tapa?
Þetta eru spurningar, sem ekki er áhlaupaverk að
svara. Bæði eru þær víðtækar og vandasamar, og auk
þess mundu menn svara þeim mismunandi eftir því,
hvaða mælikvarða þeir leggja á liugtakið manngildi.
Skal ég ekki fara um það mörgum orðum að sinni. En
eitt vildi ég minnast hér á, og það er þáttur kirkjunnar
í þessu vandamáli. Það ber að liennar dvrum, og hún
kemst ekki hjá því, að veita því áheyrn.
Kristni hefir nú verið í landi hér um nálega þúsund
ára skeið, eða mest alla þjóðaræfina. Allan þennan tíma
hefir kirkjan verið það afl, sem hefir átt að gæta trúar
og siðgæðis með þjóðinni. Allan þennan tíma hefir liún
haft aðstöðu til þess að móta manngildi íslendinga. Mest
af þessum tíma hefir hún, auk sjálfrar trúarhoðunarinn-
ar, liaft með höndum fræðslumál og uppeldismál, að
svo miklu leyti, sem þau eru þjóðfélagsmál. Langflestir
af menntamönnum þjóðarinnar og leiðtogum í andleg-
um efnum liafa verið þjónar kirkjunnar eða fengið
menntun sína af höndum þjóna kirkjunnar. Hún kenndi
Islendingum að lesa og skrifa í fyrstu. Hún réð bóka-
kosti þeirra að mestu leyti. Fyrst eftir að prentlist kom
i landið liafði kirkjan vald yfir allri hókaútgáfu. Og úr
öllum prédikunarstólum kirkjunnar hefir hún talað
til fólksins öld fram af öld. Að þessu leyti er arfur ís-
lendinga arfur kirkjunnar, hvort sem hann er til sóma
eða vansæmdar.