Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 28
138 Magnús Jónsson: April. er stödd í, hin mesta livöt til þess að vinna kristindóms- starfið vel og undandráttarlaust. Hætta þessi hvetur til aukinnar samvinnu allra, er að því vilja vinna, til þess að áhrif kirkjunnar verði sem víðtækust. Hættan hvetur til þess að fá fólkið til þess að sækja kirkju svo að boð- skapurinn nái lil sem flestra, en i kirkjusókninni kemur bezt fram víxlverkun milli ])rests og safnaðar: Prest- urinn þarf að vera sem beztur prestur til þess að eign- asl góðan söfnuð, og söfnuðurinn þarf að vera lifandi til þess að eignast sem beztan prest. Deyfð í kirkjusókn er eitt liáskalegasta mein kirkjulífsins. En góð kirkjusókn er lyftistöng alls. Sá, sem gæti fundið ráð til þess að efla og auka kirkjusókn, væri einn af velgerðarmönnum þjóðarinnar. Þá tel ég, að prestar ættu nú, ekki sízt í umgengni sinni við unga fólkið, að beita sér beinlínis f}rrir vernd- un þjóðernisins. Þeir eiga að sýna fram á gildi þess, mæla með því, sem er þjóðareign og þjóðlegt verðmæti. Hið nýja og aðfengna getur verið gott, en það má ekki útrýma hinu. Prestar, liinir vel menntuðu og vel settu menn, eiga að vera talsmenn alls þess góða, sem íslenzka þjóðin hefir gert og lag't til málanna. Þeir eiga að opna augu annara fyrir þvi, „standa með því“, livar sem er og livenær sem er, beita sér fyrir söfnun þess og breiða út þekkingu á því. Þeir eiga að andmæla þvi, að þjóð- lögin okkar séu úrelt, að kvæðamaðurinn sé „vitlausi maðurinn i útvarpinu“, meta og verja fegurð í gamla bæjarstílnum okkar, koma í veg fyrir, að gömlum mun- um sé glatað, hvetja til þess að sauma eftir fornum fyr- irmyndum eða skera út, hefja vakningu í þessa átt. Hví ekki gefa kirkjunum eitthvað af þessu, altarisklæði eða útskurð o. s. frv. Alla þessa rækt má sýna án þess að vilja hverfa til gamla tímans. Fegurð bæjarstílsins þýðir ekki það, að þjóðin eigi að hverfa aftur til moldarinnar, þar sem hún

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.