Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 30
140
Magnús Jónsson:
April.
æskilegasti her sem lnigsast getur í þeirri baráttu, sem
þjóð okkar á nú fyrir höndum. Og prestarnir, þessir
dreifðu starfsmenn kirkjunnar um allt land, eru kjörnir
samverkamenn og leiðsagnarar. Mér er nær að halda,
að ungmennafélögin muni yfirleitt fagna því, að fá
þessa vehnenntuðu menn í samvinnu. Og' þá ættu prest-
arnir ekki síður að fagna því, að fá þessa fallegu fylk-
ingu til samstarfs. Ungmennafélögin ættu beinlínis að
vera stafnbúar í þessari sókn. Ef hjá þeim sameinaðist
sókn fyrir trúarlegum og þjóðlegum verðmætum, mættu
þau verða verndarar föðurlandsins með kynslóð vorri.
Þau gætu innt af liendi ekki ósvipað starf því, er flug-
lið Englendinga innti af hendi eftir ófarirnar í Belgíu,
þegar þessi —- ekki mjög fjölmenni — liópur bjargaði
heimsveldinu hrezka.
Þetta er aðeins dæmi. Það er svo margt af ungu fólki
því miður, sem kýs sér óheppilegar leiðir nú á tímum,
að það er kirkjunni beinlínis lífsspursmál, að eignast
ítök, hvar sem það er unnt. Og það er mikið heilbrigt
til líka. Það er ekki fátt ungt fólk, sem klífur fjöll og
jökla meðan aðrir sitja í svælu og reyk, líkamlega og
andlega. Margir leggja hér hönd á plóg og vinna hið
góða verk. En kirkjan getur staðið eða fallið með því,
hvort hún er starfandi kraftur eða ekki. Hún gæti orðið
forustustofnun eins og hún hefir áður verið En það
gæti líka farið svo, að menn þættust geta komizt af án
hennar.
Grein þessi er nú orðin lengri en í upphafi var til
stofnað, og hefir þó sagt færra en hún átti að segja. En
staðar skal nú nema.
Hér er mál, sem mér finnst mjög tímabært. Þjóðin er
á krossgötum. Líf hennar getur legið við. Kirkjan á afl-
ið, sem um allt annað fram getur bjargað henni: Lif-