Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 32
Apríl.
Sigur krossins.
Það, sem hér verður ritað, er að noklcru leyti þýðing,
þó lausleg sé og ekki samfeld, úr bók eftir franska rit-
höfundinn og dulspekinginn Edward Sclniré. Hann hef-
ir ritað merka hók um lielztu trúarleiðtoga og trúar-
bragðahöfunda, sem fram liafa komið með mannkyn-
inu, og síðasti kafli hennar er um Jesú Krist. Bók þessi
hefir verið gefin út yfir 20 sinnum á frönsku, en auk
þess, að heita má, á tungumálum allra menningarþjóða
heims, og hvarvetna vakið athygli, þó ekki geti allir
fellt sig við, eða orðið sammála um skoðanir höfundar-
ins og niðurstöður. Síðasti kafli bókarinnar, um Jesú
Krist, er einkum eftirtektarverður vegna þess, að í skiln-
ingi sínum á honum sameinast hjá höfundinum djúp
og einlæg lotning fyrir Guðs-syninum, sem ekki kom í
heiminn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að
þjóna öðrum og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga,
og svo hinsvegar dulrænn skilningur á persónu hans
og starfi, og um leið nokkur álirif frá helgisögnum og
fornri mystik kaþólskrar kirkju. Og liann heldur þvi jafn-
framt fram, að það, sem kirkjum nútímans og irúai'lífi
almennings standi mest fyrir þrifum, sé það, hve mikið
af hinum dulrænu vísindum og liinum hreina sannleika,
sem Jesús og aðrir Guði-vígðir andar hafi opinberað
mannkyninu, hafi aftur glatazt og gleymzt. Sjálfur
hyggst höfundurinn eiga hina fullkomu þekkingu og al-
gera skilning, og geta leyst hverja þá gátu, sem fram
að þessu hefir orðið mannkyninu torráðin, þegar um
Jesú, persónu hans, kenningu og starf hefir verið að