Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 34
144 Friðrik J. Rafnar: Apríl. ingmn fortilverunnar, geti þvi ekki verið að ræða frá bernsku. Guðspjöllin eru furðanlega þögul um fyrstu 30 ár Jesú. Og óneitanlega bendir sú þögn til þess, að frá þeim tíma sé ekkert sérstakt að segja. Æskuár Jesú og heim- ilishagir liafi verið með svipuðum hætti og annara sam- tímamanna lians. Það er fyrst eftir skírnina, að liann fer að vekja athygli. En er það skírnin sjálf, áhrif Jó- annesar og innri vakning við það tækifæri, fyrir opin- berun frá bæðum, sem vekur þá fullvissu Jesú, að hann sé sá Messías, sem koma á? Og, er það samfara vakn- ingu þessarar Messíasarvitundar, að hann hefur starf sitt, vitandi, að það leiðir til fórnardauðans á krossi? Þetta eru spurningar, sem margur hefir velt fvrir sér og átt ógreitt um svör. Þessum spurningum svarar Schuré í bók sinni á sinn bátt, og frá þvi vildi ég segja hér, með tilliti til þess, að á Skírdagskvöld og aðfaranótt föstudagsins langa er það, sem grasgarðsgangan og málareksturinn fyrÍL- ráði Gyðinganna fer fram, þó að vér í venjulegri hugsun vorri yfirfærum allt þetta til föstudagsins. En það var á þessari nóttu, að örlög — ekki Jesú — heldur mannkynsins voru ráðin. Nokkru eftir að .Tesús er orðinn fulltíða, hóf Jóhann- es skírari prédikun sína við Jórdansá. Prédil>un hans var liörð og ósveigjanleg iðrunar- og afturhvarfsprédikun, og að undirstöðu byggð á fullri vissu um nálæga komu bins fyrirheitna Messíasar: „Gerið iðrun. Greiðið veg Drottins, gerið beinar brautir hans. Ég skíri yður með vatni, en sá er mér máttkari, sem kemur á eftir mér; hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi“. Til þessa manns kemur Jesús og skírist af lionum, eins og' hundruð eða þúsundir annara landa lians liöfðu gert. Jóhannes væntir þess daglega, að hinn komandi Messías birtist, og í sama vetfangi og hann sér Jesú álengdar, fær hann vitrun: „Sjá, Guðs-lambið, sem ber synd

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.