Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 35
Kirkjuritið.
Sigur krossins.
145
heimsins“. Að visu efast Jóliannes síðar, og lætur þá
sPyi’ja Jesú: Ert þú sá, sem koma á, eða eigum vér að
vænta annars?
En þessi vitrun Jóhannesar við Jórdan snart einnig
viðkvæman streng í sálu Jesú. Og nú fylgi ég um stund
bók Schuré orðrétt, nema með nokkrum úrfellingum:
„Skyldi ég. vera Messías?“ Þessi spurning ómaði í
sálu Jesú. Allt frá því að sjálfsvitund hans fyrst vakn-
aði, hafði hann fundið Guð i sjálfum sér og sannfær-
inguna um himnariki í Ijómandi fegurð þeirra sýna,
sem honum birtust. Hörmungar mannlegrar eymdar
höfðu lagst þungt á hann. Hann þekkti hina andlegu
hnignun mannkynsins, en líka þrá þess eftir frelsara.
En hvernig átti að hrífa það úr klóm glötunarinnar?
Aftur og aftur sóttu á hann orð Skírarans: Sjá, Guðs-
lambið, sem ber synd heimsins.
Til þess að fá svar við þessu varð hann að sökkva
sér niður í hin dýpstu fylgsni síns innra manns, Til þess
dð geta það hvarf hánn út í einveru eyðimerkurinnar
og fastaði þar i 40 daga og 40 nætur, eins og Mattheus
segir frá i líkingarfullri helgisögn. PTeistingasagan segir
í raun og veru frá þessum baráttumiklu hugbrigðum í
lífi Jesú, þessari háleitu skoðanaraun sannleikans, sem
allir spámenn og trúarliöfundar verða að hafa gengið
gegnum, áður en þeir hefja starfsemi sína.
Fyrir handan Engaddi lá bratt einstígi upp að helli
nokkrum. Þegar þar var komið upp, var eins og maður
hengi yfir ómælisdjúpi. Langt niður frá vottaði fyrir
víngörðum og mannabústöðum; ennþá lengra burtu
sást Dauðahafið og eyðifjöllin á Móab. Þarna settist
Jesús að og hafðist við hina 40 daga.
Þar sá hann fyrst i anda alla fortið mannkynsins.
Hóm var sigurvegarinn og var i sýnilegri mynd það,
sem persneskir vitringar höfðu kallað ríki Ahrimans,
spámennirnir ríki Satans, dýrsmerkið, goðhelgun vonzk-