Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 36
146
Friðrik J. Rafnar:
Apríl.
unnar. Myrkur grúfði yfir mannkyninu, sálu jarðarinn-
ar. ísraelsþjóðin liafði fengið það hlutverk með Móse,
konunglegt og' prestlegt í einu, að opinbera trúna á föð-
urinn, iiina hreinu kenningu, birta liana öðrum þjóðum
og leiða fram til sigurs. Höfðu nú konungar hennar og
prestar fullnægt þessari köllun? Spámönnunum einum
var þetta ljóst, og þeir svöruðu einum munni neitandi.
Israel lá í fjörbrotum í faðmlögum Rómaveldis. Atti
nú að reyna að gera uppreisn, eins og' svo oft hafði verið
reynt áður, og eins og Farísearnir vildu enn, gera tilraun
til að endurreisa með hervaldi veraldleg yfirráð ísraels?
Átti liann að koma fram sem arfþegi Davíðs og segja
með Jesaja: Ég vil kremja þjóðirnar í sundur í reiði
minni, ég vil trufla þær og varpa styrlc þeirra til jarð-
ar“. Atti liann að gerast nýr Makkabei og láta hrópa sig
til prestakonungs? Hann vissi um þann fjölda Gvðinga,
sem aðeins biðu eftir foringjanum. Og lijá sér fann
hann kraftinn. En —■ mundi valdið buga valdið, eins og
hér horfði við? Mundi sverðið nokkurn tíma ráða end-
anlegum niðurlögum sverðsins? mundi það ekki miklu
fremur auka makt myrkranna, sem alls staðar lá í leyni
til þess að hremma bráð sína?
Mundi ekki vera réttara að gera öllum opinberan
þann sannleika, sem hingað til hafði verið eign og einka-
réttur örfárra útvaldra, dulvísra manna, og opna hjört-
un fyrir eftirvæntingunni eftir þeim tímum, þegar sann-
leikurinn nær inn í skilning mannanna fyrir hina innri
opinberun og vaxandi þekkingu? Eða með öðrum orð-
um: Prédika guðríki fyrir þeim, sem liungrar í anda,
láta ríki náðarinnar koma í stað lögmálsins, umbreyta
mannkyninu hið innra og að fullu, með endurnýjungu
liugarfarsins og endurfæðingu sálnanna?
Hver skyldi þá bera sigurinn frá borði, Guð eða Sat-
an? Andi vonzkunnar, sem drottnar á jörðunni vold-
ugu alræði, eða hinn guðdómlegi andi, sem ræður yfir