Kirkjuritið - 01.04.1943, Page 38

Kirkjuritið - 01.04.1943, Page 38
148 Friðrik J. Rafnar: April. musterisins. Yndisfagrar konur sungu honum brennandi ástaljóð. Básúnurnar dundu, og ótölulegar raddir hróp- uðu: „Dýrð sé Messíasi, lsraelskonunginum“. „Þessi konungur skalt þú verða, ef þú fellur fram og tilbiður mig“, hrópaði rödd neðan úr djúpinu. „Hver ert þú?“ spurði Jesús. Enn var honum svift þaðan og settur á fjallstind nokkurn. Fyrir fötum lians hlöstu við öll ríki veraldar í gullnum ljóma. „Ég er konungur andanna og liöfðingi jarðarinnar“, sagði röddin að neðan. „Ég veit, hver þú ert“, svaraði Jesús, „þú kemur fram í ótal myndum, og heiti þitt er Satan. Birztu í þinni jarðnesku mynd“. Krýndur einvaldskonungur kom í ljós. IJann hafði ský að liásæti. Fölur Ijósglamiii lék um höfuð hans. Þessi skuggamynd har enn betur af, því að l)ak við hann var allt umhverfið blóðlitað. Andlit hans var náhleikt, en augnaráðið eins og sindraði af syerðseggjum. „Ég er keisarinn“, sagði hann, „lút þú mér, og þá skal ég gefa þér öll þessi ríki“. En Jesús svaraði: „Vik frá mér, freist- ari, því skrifað stendur: Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja, hinn Eilífa, og engan annan“. Þá hvarf sýnin. Þegar Jesús var aftur orðinn einn i hellinum við Engaddi, spurði hann: „Með livaða tákni á ég að sigra makt myrkranna?“ „Með tákni manns-sonarins“, svar- aði röddin að ofan. „Sýn mér þetta tákn“, sagði Jesús. Skært stjörnumerki hirtist á himninum. Það voru fjórar stjörnur, sem mynduðu kross. Jesús þekkti, að þetta var fornt vígslumerki. Á elztu tímum höfðu synir .Tafets tilbeðið það sem tákn hins jarðneska og liimneska elds, sem tákn lífsins, með öllum unaðsemdum þess, og tákn elskunnar með öllum liennar undragáfum. Síðar liöfðu Forn-Egyptar þótzt sjá í því tákn liins mikla leyndardóms, einingu þrenningarinnar, ímynd fórnar hinnar ónefnanlegu, óendanlegu æðstu veru. Það var í einu tákn lifsins, dauðans og upprisunnar, og þessvegna

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.