Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 39

Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 39
Kirkjuritið. Sigur krossins. 149 markað á grafir og musteri. Þessi dýrlegi kross fór stækkandi og færðist nær, eins og Jesús seiddi hann að sér. Hinar fjórar stjörnur blikuðu við og urðu að geisl- andi, Ijómandi sólum. „Þetta eru dulartákn lífsins og' ódauðleikans“, sagði röddin af himni. „Mannkynið átti það fyrrum, en hefir glatað því. Viltu gefa því það aftur?“ Allt í einu slokknuðu allar stjörnurnar. Það varð nið- dimm nótt. Dunur heyrðust i jörðu, svo að fjallið skalf, en upp úr Dauðahafinu lyftist kolsvart fjall, og stóð svartur kross á tindi þess. A krossinn var negldur mað- ur. Hann var að deyja. Ógurlegur manngrúi þakti allt fjallið, og óhljóðin hárust þaðan eins og brimgnýr djöfulleg'ra hæðnishlátra: „Ef þú ert Messías, þá frels- aðu sjálfan þig“. Jesús starði fyrst höggdofa á þessa sýn; svo féll hann til jarðar, og köldum svita sló út um hann. Þe'ssi krossfesti mciður var hann sjálfur. Nú skildi liann, hvert stefndi. Til þess að vinna sigur- inn varð hann að samræmast þessari hræðilegu ímynd sjálfs sín, sem sjálfur hann hafði sært fram, og stóð nú þarna eins og ógnandi spurningarmerki. Hann var á báðum áttum. Hann leið allar kvalir hins krossfesta, spott mannanna og þögn og afskiptaleysi himinsins. „Þú átt um að velja; þú getur tekið þessari köllun eða hafnað henni“, sagði röddin af himni. Sýnin fór nú að bifast til og frá, og krossinn, með hinum krossfesta, að dofna. En þá sá Jesús allt í einu fyrir augum sér alla þá, sem sjúkir voru og sorgmæddir, allar örvæntandi sálir jarð- ai\ sem fórnuðu til hans höndum biðjandi: „Án þín erum vér glataðir. Frelsa þú oss, þú sem ert Kærleikurinn!“ Þá stóð Galíleinn upp með hægð, breiddi út faðminn í óendanlegum kærleika og hrópaði: „Ég tek á mig kross- mn; mætti heimurinn frelsast fyrir hann“. Þá fannst Jesú eins og hann væri slitinn í sundur lið fyrir lið, og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.