Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 51
KirkjuritiÖ
Tveir mannkynsleiðtogar.
169
Hún þykir ekki koma sem bezt heim við kenningar vís-
indanna. Og næstum því eins barnalegar eru svo aftur
tilraunir trúaðra rnanna til þess að verja þessa sögu og
reyna að> sýna, að hún komi einmitt prýðilega heim við
vísindin. En sannleikurinn er sá, að báðir misskilja jafn
mikið þessa sögu og þá grundvallandi trúarhugsun, sem
hún lýsir. Og það er einmitt mjög lieppilegt að glöggva
sig á henni i sambandi við það, sem nú hefir verið sagt
um heims.skoðun Indverja.
í sköpunarsögunni felst fyrst og fremst það, að heim-
urinn, þessi sýnilegi heimur, himinn og jörð, er raun-
veruleiki. Guð hefir látið hann verða til, til þess að láta
þar fara fram sínar ráðstafanir. í honum eru gildi til-
verunnar geymd.
Af þessu leiðir svo aftur, að þessi heimur er í eðli sinu
góður, þó að það illa geti náð þar fótfestu. llann er Guðs
heimur, og felnr í sér alla möguleika.
En þá verður lika takmarkið jákvætt, hvort sem
menn nú vilja ná því með starfi eða með guðlegri hjálp
og endurlausn. Takmarkið er það, að nota þennan heim
en ekki að losna við hann, ná möguleikum hans, efla
siðferðisgildin, sem í tilverunni eru fólgin. Ekki aðeins
að afklæðast, heldur líka, og sérstaklega að íklæðast,
er takmarkið.
Indverska takmarkið er að losna við heiminn og fá
frið. Hebreska takmarkið er að yfirvinna heiminn og
ná fulkomnun.
Þannig er í raun og veru lífsskoðun Gyðinga, sú lifs-
skoðun, sem Kristur ólst upp við, mótuð og setl fram í
stuttu máli í sköpunarsögunni. Enda er skoðun hans á
heiminum i samræmi við það. Ást hans á náttúrunni,
auga hans fyrir fegurð hennar, snilld hans að sjá þar
alstaðar efni í líkingar, trú hans á mönnunum og vissa
um gildi þeirra, allt þetla er í hvössustu andstöðu við
mdversku skoðunina á því, að heimurinn sé ekki til