Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 58

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 58
Apríl-Maí. Nýr sáttmáli. i. Það var 8. maí, daginn þann, er lýst var friði í Evrópu. Sólbjartur morgunn; vor í lofti. Hús borgarinnar og skip- in á liöfninni eru í hátíðarskrúði. Fánar á hverri stöng blakta við bláloftið liátt, eins og' höndum sé fórnað til himins í bæn og þakkargjörð. Þegar ég hefi litazt um í miðbænum, geng ég heim til mín, yfir Austurvöll. Um leið og ég geng fram hjá minnisvarða Jón Sigurðssonar og virði fyrir mér hátíðarsvipinn, sem í dag hvílir yfir Reykjavík, er ég að hugsa um það, sem þessi dagur muni boða og bera í skauti sínu. Verður það aðeins vopnahlé, stund milli stríða? Eða það sem allir þrá: Sannur friður á jörðu með Guðs velþóknun yfir mönn- um, vaxandi velgengni allra þjóða, tryggðu frelsi smárra þjóða jafnt sem stórra, vináttu og heilum sáttum milli þeirra, er áður bárust á banaspjótum? Er að vænta þess nýja heims, sem svo mikið er skrifað lun og skrafað, J)essa betra heims, J)ar sem réttlætið á heima, frelsið og friðurinn til handa börnum Jjeirra kvnslóða, er sjálfar hafa lifað tvær heimsstyrjaldir, hvora anarri skæðari og skelfilegri Með Jjessar spurningar brennandi í huganum kem ég inn í skrifstofu mína. Biblían liggur á borðinu. Mér dett- ur í hug að opna hana og geri það. Ég lít á þá blaðsíðu, er fyrst blasir við. Og ]>að, sem ég sé fyrst, eru Jiessi orð: „Sjá þeir dagar munu koma — segir Drottinn - að eg mun gjöra nýjan sáttmála við ísraels hús og Júda hús“ (Jer. 33,31). Og ég les áfram: „En í Jiessu skal sáttmál- inn fólginn vera . .. .: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita ])að á hjörtu J)eirra, og eg skal vera þeirra Guð

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.