Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 6

Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 6
116 Ásnnmdur Guðmundsson: Apríl-Maí. forna páskahald og velji sér einn ákveðinn dag, hinn sama ár eftir ár, til minningar um upprisu Jesú, þá mun það að öllum líkindum verða hinn 9. april, þriðji dagurinn frá dauða lians. Þá sannfærðust lærisveinar Jesú um það með óbrigðanlegri vissu, að liann væri lifandi — upprisinn, sigrari dauðans. Öll guðspjöllin eru sammála um það, að þessi dagur liafi verið sunnudagur. En um mánaðardaginn ber í milli. Þrjú fyrstu guðspjöllin telja hann vera skv. mán- aðartali Gyðinga 17. Nisan, en Jóhannesarguðspjall og fleiri fornar heimildir 16. Nákvæm sögurannsókn á að- stæðunum og þessum heimildum öllum virðist mér henda skýrt til þess, að síðarnefnda skoðunin sé rétt, enda mun pislarsaga Jóliannesarguðspjalls miklu fyr letruð en guðspjallið í Jieild. Miðað við þetta má finna með nokkurn veginn fullri vissu, livenær fyrsti, kristni páskadagurinn var. Jesiis var „píndur undir Pontíusi Pílatusi“ landstjóra í Gyðingalandi árin 26—36. Fyrsta árið gengur frá, því bæði er óvíst, að Pílatus sé tekinn við embætti á pásk- um 26, og svo liefir hann þegar setið nolckurt skeið að völdum, er hann lætur taka Jesú af lífi. Á hinum árun- um ber 16. Nísan tvisvar upp á sunnudag, árin 30 og 33. Síðara ártalið er mjög ósennilegt, því að Jesiis er fæddur á konungsárum Heródesar, d. 4 f. Kr., hefur kenningu sína um þrítugur að aldri, eftir því sem Lúk- as, „sagnfræðingurinn meðal guðspjallamannanna“, skýrir frá, og allsherjarstarf hans stendur yfir í lengsta lagi 3 ár. En allt þetta getur komið hið bezta lieim við árið 30. Jafnframt styðst það ártal við niðurstöðuna á rannsóknum fyrstu aldar kristninnar, að dánarár Jesú sé 16. stjórnarár Tíberíusar. Sunnudagurinn 16. Nisan þetta ár var samkvæmt voru mánaðartali 9. aþríl. Kemur það einnig lieim við forna skoðun og egipskt tímatal, að dánardagur Jesú liafi ver- ið 25. Farmuthi, þ. e. 7. apríl.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.