Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 8

Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 8
118 Ásmundur Guðmundsson: Apríl-Maí. izl með lærisveinum sinum í Betaniu. Þá brugguðu höfð- ingjar í öldungaráðinu og Júdas lionum banaráð. Á fimmtudagskvöld (i. apríl kom Jesús aftur til Jerú- salem með lærisveinum sínum. Þeir neyttu saman liá- tíðlegs kvöldverðar og minntust páskanna framundan. Þá setli Jesús heilaga kvöldmállíð. Um miðnætti, aðfaranótt íostudagsins 7. apríl, héldu Jesús og lærisveinar hans í náttstað, lil Getsemane. Þar var hann handtekinn nokkuru fyrir óttu, leiddur fyrir öldungaráðið um miðjan morgun og stundu siðar fvrir Pílatus. Um dagmál var liann krossfestur og andaðist um nón. Skömniu fyrir dagsetur var hann greftraður. Laugardaginn, 8. april, liéldu allir kyrru fvrir í Jerú- salem. Þá var tviheilagt með Gyðingum, 1. páskadagur og sabbat. Svo rann upp binn fyrsti kristni páskadagur, drott- insdagurinn 9. apríl. Nokkurar konur standa um sólarupprás i garði Jósefs frá Arimaþeu lítið eitl vestur af Golgata fyrir framan opna gröf Jesú og skjálfa af helg'um ótta við upprisu- boðskapinn: „Leitið þér að Jesú, Nazareanum kross- festa. Hann er upprisinn. Hann er ekki hér. Sjá, þarna er staðurinn, J)ar sem Jjeir lögðu hann“. Sjálfur birtist Jesús að sögn guðspjallamannanna og Páls postula samá dag: Símoni Pétri, Maríu frá Magdala, tveimur læri- sveinum á Emmausgöngu, hinum tólf. Páskalofsöngur- inn ijrýzt fram: Sannarlega er drottinn upprisinn. II. En er hér sannsögulegra atburða að minnast? Svo befir veri spurt Jjegar frá upphafi. Boðskapur kvenn- anna, er komu frá gröf Jesú, var í fyrstu talinn hégómá- J)vaður, og þegar þar kom í ræðu Páls postula á Ares- arhæð, að liann nel'ndi upprisu manns frá dauðum, þá létu AJjenumenn sér fátl um finnast og töldu nóg kom- ið lijá honum að sinni. Það er fjarri mér að áfellast nökk- urn mann fvrir J)essa spurningu. Vér mennirnir efum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.