Kirkjuritið - 01.04.1946, Síða 12
122
Páskar.
ApHl-Maí.
Og brolning krauðsins, sem fer fram til minning'ar
um dauða Jesú, er ekki sorgarathöfn lieldur fagnaðar.
Upprisan bregður ljóma yfir hana.
Ivirkjan, Nýja testamentið, drottinsdaguririn og-kvöld-
máltíðarsakramentið votta öll í þessimi efrium eitt og
hið sama.
Eru þetta ekki gild rök? Flytja þau ekki boðskapinn
forna: Vertu ekki vantrúaður, heldur trúaður?
III.
Oft veitist örðugt að trúa, á Guð kærleikans, lífið, sig-
ur hins góða — allt þetta, sem upprisa Jesú hoðar, ekki
sízt nú, er liinn langi frjádagur liefir gengið yfir mann-
kvnið og einnig þjóð vor beðið marga og þungá harma.
En framtíðarheill vor mannanna allra er undir því
komin, að vér þorum að horfa í trú til himins upp frá
dauðans val, sjáum páskasólina sundra helskýjunum
og lieyrum í anda boðskapinn: Hann er upprisinn.
Ýmsum kann að verða mjög erfitt að stiga það trúar-
skref, en margfallt erfiðara er að stíga það ekki. Lif i
vantrú er aumkunarvert líf.
Einn vormorguninn gekk ég hér fram með Tjörninni.
Hana Iiafði lagl um nóttina. Andahóparnir stóðu hnípn-
ir á ísnurii eða drögnuðust áfram veikum burðum og'
fáránlegum. Tilveran var eins og einhvern veginn geng-
in úr liði fyrir þeim. Engin vök. Eriginn kostur þess að
geta lálið svalar bárur leika um brjóstið og liðið áfram
frjálst og fagurlega við lilíðu vorsins.
Mér fannst lif mannanna, er trúna þrýtur, líkt þess-
ari mynd, og vitfirring mannkynsins hin síðustu ár stóð
mér átakanlega fyrir hugarsjónum. Þegar lindirnar
frjósa, eru allar bjargir bannaðar.
En eflir föstudaginn langa kemur páskadagur og
páskahátíð. Þeyr vorsins fer yfir með þungum þyt, sum-
ar rennur að lokum friðar og bræðralags eftir fimbul-
vetur mannkynsins. Öðru vísi getur það ekki orðið,