Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 20

Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 20
130 Arndís Þorsteiiisdóttir: Apríl-Maí. kirkjunnar og' fela lienni forsjá þeirra, sem eru að hrekj- ast fyrir straumi af ýmsum ástæðum. En þá er eðlilega spurt, og ætli þó ekki að þurfa að spyrja, því að kirkjan er megnug að veita þá hjálp, sem þörf er á. Ef henni eru veitt góð ytri skilyrði, og starfi hennar ekki skorinn of þröngur stakkur, svo að hið dýrmæta sálusorgara starf liennar sé dregið niður, í stað þess að efla það. Skylt er að minnast þess, að mikið er gerl að kristni- fræðslu harna og unglinga. Barnaguðsþjónustur, ferm- ingarfræðsla og sunnudagaskólar fvrir forgöngu kirkj- unnar heztu manna. Og má ekki minna vera en við það sé kannazt og þakkað af söfnuðunum. En nú verður kirkjan að gera meira og stíga feti fram- ar og' taka sterklega í taumana og sýna, hvaða hjálp liún megnar, fyrir kraft kristindómsins, að veita hinni áttavilltu æsku. Og er ég þá kominn að því efni málsins, er ég oft hefi liugsað um, og mér finnst mjög ýta á. Ivirkjan þarf, sem fyrst, að eignast kristilegan æsku- lýðsskóla, þar sem hún gæti dregið að sér unglingana frá óheppilegu umhverfi inn í friðhelgi kirkjunnar; í einhverju fögru sveitahéraði. Það mundi koma mörgu ungmenni til hjargar. Ég gæti trúað, að næst sjálfum kristindóminum væri það ástin og þekkingin á landinu, sem maður sjálfur er hluti af, tryggasti hornsteinn und- ir hamingjusömu lífi fullorðinsáranna. Það er svo margt í íslenzkri náttúrufegurð, sem er ólæmandi nægta- brunnur til göfgandi uppeldis, sem æskan má ekki fara á mis við. Eósturjörðin verður sjálf að fá að ala upp hörnin sín. Hún gefur ættjarðarástina í vöggugjöf, sem er hugljúf huggun og leiðtogi á þyrnibraut lífsins. Hún slær á göfugustu strengi sálarinnar. Mörg ætljarðarljóð skáldanna bera því fagurt vitni, svo að ekkert hefir verið fegurra kveðið á íslenzka tungu, að Passíusálm- unum undanteknum. Sálufélag við móðurmoldina ger- ir kinnar æskunnar rjóðar og augun björt og broshýi'.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.