Kirkjuritið - 01.04.1946, Síða 21
KirkjuritiÖ.
í ríki friðaríns.
131
A slíkum kirkjuskóla, er ég minntist á, ætti aðalnám-
í stuttu máli að vera: Biblíufræðsla og landþekking.
Mundi það veita hinum ungu trausta undirstöðu til
þess að eignast heilbrigða lífsstefnu og hrein og há sjón-
arinið.
Það er nauðsynlegt að fá að þekkja Biblíuna vel, og
alla. Og ganga ekki fram hjá Gamla testamentinu, eins
°g gert er. Biblian er trúarjátning vor. Hún kennir oss
fyrir Jesúm Krist að þekkja Guð, og lilgang' lians með
°ss mennina. Hún er ábyrgasta veraldarsagan, sem rit-
l>ð hefir verið, af því að hún skýrir frá því, sem var, er
°g verður. Og nauðug viljug verður mannkynssagan
að undirskrifa orð Bitningarinnar, jafnóðum og þau
konia fram.
Það er ekki rétt að g'anga frambjá Gamla testament-
lnu, eins og margir kristinfræðarar gera. Þar er svo
margt að finna, er gevmir liin dýpstu lífssannindi, sem
a við alla tima. „Það gláir í götunni gull“, hvar sem
Hett er upp í hinum lielgu bókum Mósesar. Enginn sem
setlar að grafa eftir gulli, birðir ruslið fyrst, beldur
gullið sjálft. þar er svo margt að læra, fyrir hina ungu,
af undirstöðu sannindum lífsins. Hin takmarkalausa
hlýðni og lotning við Guðs vilja, á það máske ekkert
erindi til vor?
^eir eru væntanlega ekki margir stjórnmálamenn-
irnir, fyr og síðar, er hafa haft vit og þor til þess að
setja stjórnmálin eins skýrt og ákveðið á grundvöll trú-
arinnar, sem Móse gerði. Hann, sem ekki gleymdi mun-
aðarleysingjum, ekkjum, útlendingum og þrælbundnu
fólki, í löggjöf sinni.
Göngum ekki fram hjá dyrum Móse. Heldur staðnæm-
umst og spyrjum um gömlu göturnar. í anda getur að
títa lietjuna, leiðtogann mikla, þar sem hann stendur
nieð Guðs staf í hendi, og heldur uppi liinni ægiþrungnu
Inynd, valinu mikla: Hamingju eða óhamingju, er fylgja
mun öllu mannkyni til hinztu tilveru.