Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 24

Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 24
Apríl-Mai, Sálmur. Sbr. 1. Kon. 19, 11—12. I stormum og eldingum aldrei þú býrð, né eyðingar dynjandi hríðum, þú almættis-tignin, sem ei verður skýrð en umlykur blómið í geislanna dýrð og kemur í blævindi biíðum. Þú kemur í blænum og líður um lönd í ljóði, sem englarnir sungu. — Þú kemur með friðinn og frelsið í hönd og fanganum lausn, er var hnepptur i bönd af ánauðar-okinu þungu. Þá, kom þú í blænum, að binda um sár og blessa’ yfir harmana þungu. Legg miskunnarhönd yfir mannanna brár, — þú megnar að þerra hvert alheimsins tár með líknarmál lífsins á tungu. Já, kom þú í blænuni með kærleikans mátt nteð kraft hans og ljós út um geyminn, með sólroðans dýrð yfir dimmustu nátt, með dagrenning friðarins, bróðerni’ og sátt og Guðs ríki’ um gjörvallan heiminn. Þú hlustar í blænum á bliknandi rós og bænarmáls andvarpið hinzta. — Við hnígandi sól, þegar húmar við ós, í hönd þína fel ég mitt slokknandi ljós. — Þú mannst eftir barninu minnsta. Halla Loftsdóttir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.