Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 30
140
Magnús Helgason:
Apríl-Maí.
muna náms og langrar lífsreynslu hefir verið fær um
að leggja yður iieilræði bæði í andlegum og veraldleg-
um efnum, að þér yfir höfuð iiafið misst mann, sem var
sómi stéttar sinnar i öllum greinum. Það er því vor-
kunn, þótt þér gerið allharðar kröfur til eftirmanns lians.
En þar sem þér hafið slíkan mann misst, þá hefði það
verið frábær heppnj, ef þér hefðuð fengið jafningja
hans, og þess vil ég hiðja yður vel að gæta. Samt sem
áður hljótið þér að finna því hetur til ófullkomleika
míns sem fyrirrennari minn var fullkomnari; en ég
segi yður það satt, að enginn getur fundið betur til
þess en ég sjálfur, liversu mikinn vanda ég tekst á hend-
ur, og hversu margt mig skortir til þess að hera hann
sem skyldi, en ég vil setja traust mitt til hans, sem i
veikum er máttugur, og biðja hann að láta mér aldrei
úr minni líða þann ásetning að gegna störfum mínum
eftir beztu samvizku og að gefa mér krafta lil að efna
hann.
Það er minn einlægur ásetningur, að kenna yður
í ræðum mínum kristilegan sannleika, svo ómengaðan
sem mér er unnt. En þér munuð máske spvrja, livað
er sannleikur? Því á því eru ýmsar skoðanir, og heims-
ins mestu spekingar hafa leitað hans i ýmsum áttuxn
og þólzt finna hann í ýmsum stöðum, en sá sannleiki,
sem ég tala um, finnst ómengaður og lireinn i kenn-
ingu Jesú Ki'ists og postula hans í heilagri Ritningu, sá
sannleikur, að vér eigum föður á himnum almáttugan
og algóðan, sem gætir vor og verndar oss, að hann
hefir sent sinn son oss synduga menn sáluhólpna að
gjöra, og að hann í öðru lífi geldur sérhverjum éftir
hans verðleikum. Það er sá grundvöllur, senx ei má
raska, grundvöllur, er ei má annan leggja, ofan á þenn-
an grundvöll hafa menn byggt á ýmsan hátt, en við öll
mannaverk loðir einliver breyskleiki meiri og minni.
Á þessum grundvelli hefir Krists kirkja staðið óhögg-
uð um margar aldir. Af þessum grundvelli hafa sprott-