Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 34

Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 34
144 Magnús Helgason: Ápríl-Maí. hefir þótt höfuðatriði i skyldu kennimannsins. Og nú á síðari tímum er það eitt atriði kenningarinnar, er flest- um þykir mest um vert, það er uppfræðing ung- mennanna. Ég vil eigi fara um það mörgum orðum, en ég tel það eina mína helgustu skyldu, og' hefi fullan vilja á að gegna henni eftir mætti, en ég' vil einnig minna yður á, að sú skylda hvílir engu minna á yður sjálfum, og að þér þvi aðeins getið vonast efftir góðum árangri af starfi prestsins, að þér rækið’vel skyld- ur yðar sjálfir. Ef börnin hafa ei fyrir augum heima lijá yður sjálfum og sér guðsótta og góða siði, þá er ei að vænla þess, að þau læri það á fám stundum hjá prest- inum, og ef þau hafa ei tómstundir heima og eru ei livött til að stunda það rækilega, er þau eiga að nema, ])á er ósanngjarnt að kenna það prestinum, þó þau verði fávís og lilt kunnandi. Að því er snertir önnur störf þau, er ég á að gegna meðal yðar og alla umsýslu í veraldlegum efnum, þá þykist ég vita, að þvi verði í mörgu ábótavant, og ég muni þurfa þar við holl ráð og aðstoð góðra manna. En ég vona einnig, að þér séuð ei í tölu þeirra manna er meta presta sína eftir veraldlegum hyggindum og' auð- sæld. Slíkl er í raun og veru alls ei prestsþjónustunni viðkomandi, og ég þarf ei að segja yður, að þeir, sem meta presta sína eftir því, sýna með þvi að þeir mis- skilja stöðu prestsins, liugsa meira um líkamann en sálina, rneira um heiminn og Iians gæði en Guðs ríki og' andlega fjársjóðu. Hitt er heldur ekki skoðun mín að presturinn eigi að taka sig út úr mannlegu félagi og koma hvergi nærri veraldlegum störfum. Yér erum all- ir borgarar i himnesku og jarðnesku ríki og höfum all- ir skyldur við bæði ríkisfélögin. Og hann, sem hefir hlot- ið meiri hæfileika eða meiri menntun en félagsbræður hans, er skyldur að nota það í þeirra þarfir eftir föng- um. Ég vildi óska, að ég' væri fær um að efla bæði and- lega og' veraldlega velgengni meðal yðar, en þér megið

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.