Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 35

Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 35
Kirkjurilið. Aðfararræða. 145 ei gjöra ofmiklar kröfur til min í því eíni, þér verðið að gæta þess, að ég er ungur og hefi hingað til að mestu alizt upp í föðurhúsum, þar sem allar áhyggjur hafa verið bornar fyrir mig og holl ráð verið jafnan á reið- um höndum, þar sem í fullu máli föðurást og móður- ást hafa keppt um að gjöra mér lifið létt og yndislegt. Þér verðið því að vorkenna mér, þó ég beri nokkurn kvíðboga fvrir því, hvernig mér muni verða við, er lífið fer að sýna mér sína fullu alvöru og ég á að fara að verða ei aðeins minn eiginn leiðtogi heldur og annara. Lifskoðun mín er ei enn fullmynduð, ég hefi litið séð af lífinu nema liina betri hlið og vildi helzt álita atla menn góða. Þér eruð svo að segja hinir fyrstu menn, er ég mæti, er ég geng sjálfur út í lífið, og það hlýtui því að vera mjög undir yður komið, hvort þetta embætti verður mér lil ánægju og gleði eða lil þyngsla og ó- vndis. Guð er mér vitni, að ég hef ei valið þessa stöðu hvatvislega eða af handahófi, heldur af því, að mér fannst að ég í henni mundi helzt geta unnið ættjörðn minni gagn og hún ætti bezt við hæfileika mína. Ef méi hefir missýnzt í þessu, ef ég finn, að mér er ei unnt að vinna yður g'agn og óblessun fylgir starfi mínu lijá yðui, ef ég sé, að þið metið orð min lítils og heimtið af mér nieira en ég get í té látið, þá vildi ég að sem fyrsí skildi með oss, og að þér fengjuð í minn stað annan, sem færari væri um að gegna störfum sinum en ég og nieiri blessun gæti breitt yfir bvg'gð yðar. En — ef Guð lætur mig hljóta þá gleði að sjá starf mitt vel þegið og hera góðan ávöxt hjá yður, el' ég sé kostgæfna tilheyr- endur, almenna skyldurækni og góðan félagsanda, ef ég þvkist finna, að guðsótti og góðir siðir dafni meðal yðar, þá vil ég hiðja Guð, að hann unni oss langra sam- vista og láti ei veraldlegan ávinning ginna mig frá yður, þá vildi ég gjarnan helga yður mitt æfistart, þola með yður blitt og strítt, og leggja líf mitt við yðar líi. Og Guð

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.