Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 44

Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 44
154 Síðustu sefpappírshandrit. Apríl-Maí. er á Jóliannesar guðspjalli. Stafar sú liking annaðhvorl af því, að báðir höfundarnir hafa stuðzt við sameigin- lega heimild, eða höfundur Jóhannesarguðspjalls hefir liaft ókunna guðspjallið að heimild eða öfugt. Skyld- leikinn við Jóhannesarguðspjall bendir til þess, að það sé einnig runnið frá erfikenningunni í Efesus. Sagan um lækningu af líkþrá, sem er í Mark. 1,10—42, hljóðar svo í ókunna guðspjallinu: „Þeir réðu mannfjöldanum til þess að bera steinana saman og grýta hann. Og teiðtogarnir leituðust við að leggja hendur á hann, svo að þeir gætu tekið hann og aflient mannfjöldan- um, og þeir gótu ekki tekið liann, af því að stundin var enn ekki komin, að hann yrði svikinn. En liann sjálfur, drottinn, gekk lit mitt á meðal þeirra og skildi við þá. Og sjá, líkþrái mað- urinn kemur til hans og segir: Meistari Jesú, þegar ég var á ferð með likþráum mönnum og át með þeim i veitingahúsinu, varð ég sjálfur einnig holdsveikur. Ef þú villt, þá verð ég hreinn. Drottinn sagði þá við hann: Eg vil. Vertu hreinn. Og þegar í slað hvarf líkþráin frá honum. Og Drottinn sagði við liann: Far og sýn þig prestunum .....“ U])])haf þessarar frásögu minnir á vers í Jóhannesar- guðspjalli. Og eitt er nýtt: Líkþrái maðurinn rökstyður bæn sína með því að skírskota til þess, að hann hal'i tekið veikina við samvistir við holdsveika menn. Sagan um skattpeninginn er allfrábrugðin Mark 12, 13—17 og liliðstæðum: „Þeir komu til hans og tóku að freista lians með spurningu og sögðu: Meistari Jesú. Vér vitum, að þú ert kominn frá Guði, því að verkin, sem þú gerir, bera þér enn æðra vitni en allii' spámennirnir. Seg oss því: Er rétt að gjalda konungum það, sem ríksstjórn þeirra ber? Eigum vér að gjalda þeim eða ekki? En Jesús vissi hugsanir þeirra, varð gramur og sagði við þá: Hversvegna kallið þér inig með munni yðar meistara, er þér hlýðið því eigi, sem ég segi? Vel spáði Jesaja um yður, er hann segir: Þessi Iýður heiðrar mig með vörum sinum, en lijarta þeirra er langt frá mér. Til einskis tigna þeir mig, er þeir kenna lærdóma, boðorð manna ......“

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.