Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 46

Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 46
156 Síðustu sefpappírshandrit. Apríl-Maí. Þetta mun vera elsta handritabrot, sem til er af Nýja testamentinu, að líkindum frá stjórnarárum Hadrians, 117—138. Og úr því að afrit af Jóhannesarguðspjalli hafa þá verið til á Egiptalandi, hlýtur það sjálft að verða til nokkurum áratugum fyr. Á næstu árum mun lagt kapp á að kanna til hlítar sefpappírssöfnin, og má vænta þess, að enn komi margt í dagsljósið, er auki skilning á því, hvernig guðspjöllin verða til í upphafi, og leiði til fyllri þekkingar á upp- haflegum texta Nýja testamentisritanna. Drag skó þína af fótum þér. Ég tel þekkingu á dásemdum sköpunarverksins einhverja viss- ustu leið til tilbeiðslu og trúar hvers einasta manns, sem augun iiefir opin, á hátign þeirri, sem þar er að baki. Ljós þekkingar hregSur tíðum svo skæru og skörpu ljósi í afkima og fylgsni lífs- ins, aS hver einasti maSur ætti aS fyllast aðdáun á lífinu, sem þar blasir viS í allri sinni dýrð. Ég geri ráð fyrir aS mörgum þyki fuil þörf á að taka skóna af fótum sér, því hér blasir við heilög jörð, móðir jörð, sem enginn má vaða út á. í þeirri grein mannfræðinnar — og svo er um jurtir og dýr —- sem fjallar um nýgræðing og fósturmyndun, eru svo dásamlegir hlutir, sem hvern einasta mann hljóta að fyila tilbeiðslu á háleili guðskraftar, og þess hljóða anda, sem starfar og vinnur að tjalda- baki. Mesta vandamálið er hér og víðar að finna og fá sann- menntaða menn til kennslunnar, með höfði og hjarta til að leggja grundvöll að svona fræðslu í ,,biologi“. Þar ber ég til engra betra traust en presta og lækna, sem þyrftu að fá nokkra sér- menntun í þessari mikilvægu grein. Fyrir stríð fékkst ágsef kennsla í þessum efnum við biologiskar deildir ýmsra háskóla i Bandarikjunum og fæst þ'ar sjálfsagt enn, og bæði í Þýzka- landi og Austurríki voru og eru sjálfsagt enn slíkar deildir við háskólana þar og víðar hér i álfu. Margir prestlærðir menn sóttu fræðslu í „biologi" við háskól- ana og dvöldu þar 1—2 ár, og læknar sóttu þangað framhalds-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.