Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 53
Kirkjuritið.
Máttur samstillrar bænar.
163
leikann og vonleysið, þá fáum vér breytt ógæfu i gæfu,
bölvun í blessun. Lögmál samstillingar er liið sama
og felst í bæn Krists fvrir lærisveinunum: „Allir eiga
þeir að vera eitt.“ Að því marki eigum vér að keppa,
ekki aðeins fámennir liópar, ekki aðeins liver þjóð fvrir
sig, heldur mannkynið sem heild. Þetta er sjálft tak-
mark kristindómsins, að það verði eitt lijarta, ein sál,
' starfi og fórn, í trú, von og kærleika. Er það ekki efl-
irsóknarvert? Er ekki blessunarríkara starf þess, sem
samansafnar, en hins, er sundurdreifir? Er ekki göfugra
starf þess, er sættir, en liins, sem kemur af stað úlfúð
og sundurþvkki? Er ekki fegurra starf þess, sem stuðl-
ar að einingu og samhug allra, en hins, er vill arfleiða
komandi kynslóðir að sama böli sundrungar og vér höf-
um átt við að búa? — Látum oss reynsluna að kenningu
verða. Allir eitt, það er boðorð Krists; allir eitt, ])að er
prédikun allra aðstæðna lífsins til vor manna. Sam-
^tilltir hugir einlægra manna í bæn og starfi geta óend-
anlega miklu góðu til vegar komið. Vér þörfnumst slíkr-
ar samstillingar. Guð gefi, að vér fáum bætt sem fyrst
úr þeirri þörf. Þá gæti svo farið, að hið óbifanlegasta
hrærðist af krafti samhugans.