Kirkjuritið - 01.04.1946, Qupperneq 54
Apríl-Maí.
Friðarmál,
Verða mennirnir aldrei svo þroskaðir, að þeir geti
gert út um deilumál sín án vopnaviðskipta?
Er ekki mögulegt að finna nein ráð til þess, að aí'-
stýra ófriðarbölinu, eða a. m. k. draga mikið úr því og
öllum þeim hörmungum, sem því fvlgja?
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjölda marg-
ir mætir menn liafa barizt af öllum mætti fyrir friðar-
hugsjóninni, og þjóðabandálagið var beinlínis stofnað
í þeim lilgangi að vernda friðinn. Margar milljónir
manna væntu mikils af þvi, en vonbrigðin urðu átakan-
leg: Þjóðabandalagið reyndist alls ekki fært uin að
vernda smáþjóðirnar fyrir yfirgangi hinna lierskáu
stórvelda.
Hér þurfa sterkari öfl að laka i taumana, svo að sá
hluti mannkynsins, sem lifir af seinustu heimsstyrjöld,
þurfi ekki að óttast nýja styrjöld á næstu árum.
I erindi, sem próf. Richard Beck flutti fyrir nokkru á
kirkjuþingi Hins evangeliska kirkjufélags í Vestur-
heimi, færði hann ótvíræð rök fyrir því, að engri stofn-
un á jörðu ættu friðarmálin að standa nær heldur en
kristinni kirkju.
Mikið rétt. Og engri stofnun er betur treystandi til
þeirra hluta en henni, ef hún sameinast um þetta mál.
En livernig á að ná þeirri sameiningu? Hver á að hefj-
ast handa?
Mundi íslenzka kirkjan fá nokkru áorkað?
Mundu tillögur liennar, sem líklega er minnsta kirkja
heimsins, nokkuð verða teknar til greina?
Þó við séum fáir, fátækir og smáir, þá er þó íslenzka
kirkjan fullveðja og á að taka sínar ákvarðanir eins
i