Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 58
168
Apríl-Mai.
XI. The Lutheran Free Church.
XII. The Missouri Synod.
Efninu virðast gerð mjög góð skil, svo að telja niá á-
gæta söguheimild. Mun þetta fyrsta samfelda ritið á
þessu sviði, og hefir séra Valdhnar unnið þarna merki-
legt hrautryðjandastarf. Er það ánægjulegt, að íslend-
ingur skuli verða fyrstur til þess og leysa verkið svo
vel af hendi, sem raun er á orðin.
Eins og að líkindum lætur, varð mér fyrst fyrir að
lesa kaflan/n um landa mína, og þótti mér lýsingin
á kristnilífi þeirra og starfi sanngjarnleg, hófstillt og
skemmtileg. Er það aðal höfundar að leitast hvar-
vetna við að leiða það í ljós, er hann veit sannast og
réttast, en forðast hleypidóma. Skilningur hans á mönn-
um og málefnum virðist mér góður, og hefir hann oft
þá aðferð að láta verkin tala í stað Jiess að kveða sjálf-
ur upp dóma. Það ætlar hann lesendanum að gjöra út
frá þeim gögnum, sem hann leggur fram fyrir hann.
Um erlendu kirkjufélögin er höf. að vonum fáorðari,
en þó má fá ljósa liugmynd um þau af frásögn ha'ns
og mikinn fróðleik. Má gjöra ráð fyrir því, að bókin
verði mikið keypt og lesin i Kanada, og hingað á hún
einnig erindi, ekki sízt vegna kaflans um kirkjulegt starf
íslendinga.
Höf. hefir unnið ])arft og gotl starf með riti sínu.
Á. G.