Kirkjuritið - 01.01.1948, Blaðsíða 23
DR. THEOL. VALDIMAR BRIEM 21
var að ræða vinnufólk heimilisfast, eða kaupafólk á sumr-
um.
Árið 1880 var séra Vaidimar settur til að þjóna Stóra-
Núpi ásamt Hrepphólum, og voru prestaköllin sameinuð.
var bærinn á Stóra-Núpi gamall og fallinn mjög. Var
séra Valdimar fremur ófús að flytja þangað, en þó varð
Það úr, fyrir mikinn áhuga og áskorun Stóra-Núpssóknar-
toanna. Buðu sóknarmenn honum að leggja til mikla vinnu
ViÖ moldarverk til undirbúnings byggingu á Stóra-Núpi,
°g svo gerðu þeir. Byggði sv.o séra Valdimar þar bæ fagran
°S reisulegan með miklum kostnaði. En sá bær hrundi í
jarðskjálftunum miklu 1896. Byggði þá séra Valdimar þeg-
ar á næsta ári timburhús það, sem enn stendur á Stóra-
Núpi, og hefir það verið traust hús, veglegt og vandað vei,
eftir því sem þá gerðist. Kirkjumar báðar, á Stóra-Núpi
°g Hrepphólum, voru og endurbyggðar árið 1909, meðan
sera Valdimar var við prestakallið, og eru þær báðar meðal
snotrustu og smekklegustu sveitakirkna, eigi sízt Stóra-
Núpskirkja, sem byggð var eftir uppdrætti Rögnvalds
húsameistara Ólafssonar.
Bærinn Stóri-Núpur er svo í sveit settur, að staðarlegt
er þangað heim að líta. Hann stendur sunnan undir núpnum,
sem hann er kenndur við. Einni stuttri bæjarleið austar,
nær Þjórsá, er Minni-Núpur. Landslagið í kringum Stóra-
Núpi er einstaklega viðkunnanlegt. Þar er ekkert stór-
skorið, sem hrífur hugann með hrikale^ri fegurð, heldur
er þar allt blítt og viðmótsþýtt, laðar til friðar og rósemi.
En ofan af sjálfum núpnum er útsýn góð, sjóndeildarhring-
Unnn er þaðan miklum mun víðari, svipstærri og áhrifa-
nieiri. Má svo þykja, að staðurinn minni glöggt á mann-
lnn, sem þann garð hefir gjört frægastan, þann frið og
mildi, speki og víðsýni, sem lýsti sér í eðli hans og andlegri
starfsemi.
Séra Valdimar efnaðist allvel á Stóra-Núpi. Að vísu var
efnahagur hans fremur þröngur fyrstu árin vegna kostn-
aðar við byggingu staðarhúsanna, er hann kom þangað.