Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 50

Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 50
48 KIRKJURITIÐ listasafn Einars Jónssonar, að ekki komi í hugann þessi frásögn hans um „fyrstu hjálpina", sem honum var veitt á listabrautinni, hjálp frú Ólafar og séra Valdimars að Stóra-Núpi. Sú „fyrsta hjálp“. veitt bóndasyninum unga frá Galtafelli, hefir dregið drýgra íslenzka list en flest annað. En þessi minning er aðeins ein þeirra mörgu skæru rósa góðrar minningar, er gróa á leiði þessara göfugu hjóna. Það var á allra kunnugra vitorði, hve ríkan þátt frú Ólöf átti í göfugu starfi og gæfu eiginmanns síns og hve mikils hann missti, þegar hún hvarf. Þess vegna áttu þau saman vináttu og virðingu sóknarmanna og sveitunga, eins og þau voru sjálf „í helgri trú og von og kærleik eitt“. Eigi fór séra Valdimar á mis við mannraunir og harma á heimili sínu. Skáldið sem kvað: „Þinn sonur lifir“, varð að hugsa líkt og Egill kveður í Sonatorreki: „Emk of- snauðr at ástvinum“. Jóhann Kristján, eldri sonur þeirra prófastshjónanna, er var gáfumaður, hvers manns hugljúfi og virtist efni í gott skáld, andaðist árið 1893, í 4. bekk Lærða skólans. Varð hann foreldrum sínum mjög harm- dauði, og bjuggu þau lengi yfir þeirri sorg og biðu henn- ar aldrei fullar bætur. Út af sonarmissi þessum sendi séra Matthías vini sínum huggunarljóð, sem þessar línur eru teknar úr: „Þinn sonur lifir,“ sagði Jesús forðum, svo söngst þú fyrrum, kæri vinur minn, og með þeim dýru Drottins líknarorðum, þó deyi margur, lifir andi þinn;... þín göfga harpa fannst mér aldrei fegri, né fyllri helgri andans gift en nú, er góða soninn gulli vegsamlegri með Guði vígðu tári kveður þú“ ... Frú Ólöf Briem lifði 10 ár eftir sonarmissinn. Andað- ist hún snemma vors 1902. „Var mér mesti missir og sökn- uður í fráfalli hennar,“ segir séra Valdimar í sjálfsævisögu sinni. Munu þau orð fremur hylja en tjá harminn, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.