Kirkjuritið - 01.01.1948, Blaðsíða 10
8
KIRKJÚRITIÐ
kominn lengra frá landi en áður, og óvissa ríkir hjá öllum
um það, hvar höfn er tekin — öllum þeim, sem eigi fela sig
forsjón hins almáttuga, föður lands og þjóðar. Því að átta-
vitinn eini á hafinu, sem við öll siglum, frá vöggu til grafar,
er orð hins almáttuga og andi Jesú Krists.
„Ár vor líða sem andvörp,“ segir í einum Davíðs sálma.
Þau andvarpa lífsreynslu vorri, sorgum, gleði og þrautum.
Og vér spyrjum með Matthíasi, er hann sjötugur orti
sína kveðju:
Hvað hef ég lært á öllum þessum árum —
þvi æfi manns er sann-nefnd skólatíð?
Það fyrst, að gleðin glóir helzt á tárum,
og gæfan kostar bæði sorg og stríð.
Og þó að sorgin sofi lífs á bárum,
og sólin veki jarðarblómstrin fríð:
er löngum stopult líf og yndi þjóða, —
vér lifum fyrst við yl og kraft hins góða
Hvað höfum vér lært á árunum liðnu, og hvað eigum vér
eftir að læra á þeim árum, sem vér eigum ólifuð? Þetta eru
spurningar, sem knýja fast á hugann, er vér tökum oss upp
úr tjaldstað áraskiptanna og leggjum upp á nýjan áfanga.
Hvað höfum vér lært, og hvað eigum vér eftir að læra?
Án efa munu yfirsjónir og ófullkomleiki fylgja oss og draga
úr sigurför vorri að settu marki. Oss er því hollt að hafa
sem oftast í huga á seinfarinni þroskaleið vorri þessi bæn-
arorð skáldsins til hans, sem ætíð hjálpar:
Styð þú minn fót, þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Og hollt er að hafa einnig í huga, er vér stöndum
á sjónarhóli fortíðar og framtíðar, hina gullnu lífsreglu
postulans, er hann segir: „Eitt gjöri ég: ég gleymi því, sem
að baki er, og seilist eftir því, sem framundan er, og keppi