Kirkjuritið - 01.01.1948, Blaðsíða 37
DR. THEOL. VALDIMAR BRIEM 35
út á forlag Sigurðar Kristjánssonar 1896 og 1897. Þótti út-
°ma Biblíuljóðanna tíðindum sæta í bókmenntum þeirra
ara, og var allmikið um þau rætt í blöðum og tímaritum
næstu árin. Urðu dómar um þau all misjafnir. Þórhallur
Bjarnarson, síðar biskup, séra Jón Helgason, dr. Jón
Bjarnason og séra Friðrik J. Bergmann lofuðu þau ailir,
töldu þau merkilega nýjung í íslenzkum bókmenntum, og
bentu á margar fagrar og dýrar ljóðperlur, sem í þeim
mætti finna. Hins vegar réðist Einar Benediktsson skáld,
er þá var ungur maður, mjög hvasslega á Biblíuljóðin í
^•arg. ,,Dagskrár“ 1896. Segir hann þar að vísu, að bæði
salrnar séra Valdimars og Biblíuljóðin sýni, að hann geti
0rt miklu betur, ef hann láti sér nógu annt um að
lafa ljóð sín heldur færri og betri. En yfirleitt telur
Einar Biblíuljóðin andlaust rímstagl og leirhnoð. Séra
Matthías svaraði að nokkru þessari gagnrýni E. B. í
sama árgangi Dagskrár, taldi hann eigi hafa gætt nægi-
lega hófs og sanngirni í ritdómi sínum, telur að visu sumar
aðfinnslur hans réttar, en spyr, hvers vegna E. B. tilfæri
aðeins hið lakara, en ekkert af hinu betra — ekkert af
hinu bezta. Telur hann séra Valdimar eitt af andríkustu
skáldum, er nú yrkja, en telur takmarkanir hans koma
nieir fram í Biblíuljóðunum en öðrum kveðskap hans.
Telur hann tilraun séra Valdimars einstæða, svo risavaxið
sem verkefnið sé, að yrkja út af Biblíunni, og hafi hún að
sumu leyti heppnazt, og að sumu leyti ekki. Hann telur séra
Valdimar hafa átt við ýmsar hindranir að stríða, er stýft
úafi vængi hans, svo sem búskaparáhyggjur, einangrun
°g heilsubrest alllengi. „Og samt vinna menn afreksverk,
afbragðsmennirnir, og einn þeirra er og verður séra
Valdimar Briem, hvað sem þeir segja, miklu mennirnir,
sem dæma okkur á eftir.“
Deilan í Dagskrá um Biblíuljóðin fjaraði út smám sam-
an, eftir nokkur orðaskipti milli þeirra E. B. og dr. Bjarn-
ar M. Ólsens rektors, er ritaði í Isafold og lofaði Biblíuljóð-
in mjög, kallaði þau „eitt hið merkasta og fegursta skáld-