Kirkjuritið - 01.01.1948, Blaðsíða 70
68
KIRKJURITIÐ
og haldi hverjum einasta þumlungi þessa lands, sem Guð
hefir henni gefið. Ekkert minna má heldur nægja.
Með sama hætti skal hlúa að bókmenntaarfi þjóðarinnar.
Ef Norðmenn þakka Heimskringlu Snorra Sturlusonar
frelsi þjóðar sinnar, hversu miklu fremur mega þá íslend-
ingar þakka frelsi sitt ritum og Ijóðum sinna beztu sona.
Bókmenntir vorar eru snar þáttur af þjóðarsálinni. Bar-
áttan fyrir því að fá handrit vor heim er þess vegna barátta
fyrir andlegu lífi hennar. Þér þekkið ef til vill frásögn Jóns
Gissurarsonar um Jón Þorláksson, bezta skrifara á Vest-
fjörðum:
Hann hafði varið æfinni til að skrifa helgar bækur, og
þegar hann var dáinn, stirðnuðu ekki þrír efri fingurnir á
hægri hendi. Menn lögðu penna á milli þeirra, og höndin
skrifaði: Gratia plena. Dominus tecum. Svo var íþrótt hans
samgróin allri persónu hans.
Minnir þetta ekki á þjóð vora og ritlist hennar — órofa-
sambandið í milli?
Á nokkur önnur þjóð fremur en hún það, sem hún hefir
skrifað ?
Hefir þurft að halda á pennanum fyrir hana?
Hún hefir ritað með hjartablóði.
Hættum ekki fyrr en hún hefir heimt allt, sem hún á
dýrast,
aldrei —
aldrei fyrr.
Innri þroski og göfgi þjóðarinnar er eina trygging hennar
fyrir frelsi og sjálfstæði, einnig hið ytra. Leitið fyrst
Guðs ríkis — hið innra með yður — og þá mun allt þetta
veitast yður að auki, var eitt sinn kennt. Sá boðskapur úr-
eldist ekki og dagana lifir alla.
Óskasteinninn er nærri yður hverjum um sig. Þar sem
lýðræði ríkir, má telja, að einstaklingurinn hafi þjóðar-
giftuna í hendi sér. Dyljumst þess ekki, hve nátengdur
vor eiginn þroski er þjóðarþroskanúm. Og allra mest er þar