Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 9
MEÐ ÁRI NÝJU, ÍSLANDSKIRKJA
7
vitnisburður, sem menn þarfnast. Hún megnar ekki að
fara eldi um sálir þeirra.“
Menn hrífast aðeins af því, sem þrungið er lífi og per-
sónulegri reynslu. Ég átti nýlega tal við merkan og ágætan
bónda um prédikanir. Hann sagði: „Til þess að þær séu
nokkurs virði, verður að vera í þeim neistinn að ofan,
sem fær hjörtun til að brenna.“
Kröfurnar um endurnýjun kirkjunnar eru svo sem ekki
nýjar. Einni öld eftir postulatímabilið kemur t. d. út kristi-
legt rit, sem líkir kirkjunni við fjörgamla konu, lasburða
og hlaðna öllum annmörkum ellinnar. En í þessum kröf-
um öld af öld má finna þyt vorvindanna.
Svo er það einnig nú. Á þessum örlagatímum í lífi þjóðar
vorrar er vakin þrá eftir forustu kirkjunnar til verndar
andlegri heilbrigði og siðgæði. Menn þrá lifandi, persónu-
lega trú, einlægan og sannan boðskap kristindómsins,
runninn frá hjartarótum, en ekki kalt og dautt trúfræði-
stagl. Þessari þrá fær ekkert svalað annað en fagnaðar-
erindið sjálft í upphaflegri mynd þess, nýtt, eilíflega ungt.
Og það á ekki aðeins að vera flutt af prestunum einum,
heldur öllum kirkjunnar mönnum, en máttugast og áhrifa-
mest verður það að líkindum, er góðar og trúarsterkar
mæður flytja það uppvaxandi kynslóð.
Máttugust til endurnýjunarinnar er bænin. Kirkjan verð-
ur að vera biðjandi kirkja og standa þannig í órofasam-
bandi við kristnu kynslóðirnar öld af öld og sigurkirkjuna
fyrir hásæti Guðs á himnum. Og starfsaðferðirnar þurfa
að breytast, þannig að rifnir verði niður múrarnir, sem
margir hafa hlaðið milli sín og kirkjunnar og einangrað
svo sjálfa sig. Kirkjan á að endurnýjast við öfluga viðleitni
til þess að flytja fagnaðarerindið hverjum manni á því
máli, er hann skilur.
V.
Því að kirkjan á að vera víðfeðm, lifandi félagsskapur,
sem öllum er ætlað að taka þátt í.