Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 16
Di. Siguigeir Siguiðsson biskup. Þín helfregn mig skar í hjartarót það húmaði’ á miðjum degi, en hratt streymir áfram ævifljót að eilífðar mikla legi. Samt er það í harmi beiskum bót, hve bjart var á þínum vegi. Þar Ijómaði trúarljósið skært í lyftandi mætti sínum, við helgustu lífsins lindir nært, og lýsti í störfum þínum. Með góðleikabrosið, gleðitært, þú geymist í huga mínum. Við kristni vors lands var knýtt þín dáð, af kærleika heitum unnin; í feðralands sögu fögur skráð, úr fórnlund og þreki spunnin, því dagsins var stríð með hreysti háð, og heið var þín brautin runnin. Þú brúaðir hafið bróðurhönd og barst oss frá móðurgrundu þá hlýju, er vermir vora önd, sem vorblær, að hinztu stundu. Og fastar þú tengdir frændabönd og færðir oss gull í mundu. Því brúar vor þökk hið breiða haf og blómsveig þitt leiði vefur, sem letrað er stjarna logastaf, er land vort í draumi sefur. Brátt sveipar þinn legstað sólskinstraf, er sumarið völdin hefur. Richard Beck.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.