Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 34
32 KIRKJURITIÐ hafði í raun og veru verið æðsta boðorð hans, að láta enga stund ævinnar líða svo hjá, að hún væri ekki helguð starfinu á einhvern hátt. Hann gleymdi því aldrei, að hann var sendur hingað í heim. Hann gleymdi því heldur aldrei, að það var heilög skylda hans að vinna verk þess, er sendi hann, meðan dagur væri. Og hann skildi það jafnframt, að verkefnin voru mörg og mikilvæg, sem vinna þurfti og því full þörfin á að nota daginn vel, jafnvel þótt hann væri óvenju lang- ur. Og starfsdagur séra Halldórs var vissulega langur. Og þar var ekkert kvöld með hvíld frá störfum, heldur sífelldur starfsdagur, þar sem hver stundin var notuð til hins ítrasta, á einhvern hátt í þágu föðurins himneska, sem sendi hann. Það lætur því að líkum, að þau séu bæði margvísleg og mikil áhrifin, sem hann skilur eftir sig í huga og lífi samferðamanna sinna eftir langar og góðar samvistir. Séra Halldór Jónsson var fæddur að Stóra-Ármóti í Flóa 5. des. 1873, sonur Jóns Eiríkssonar bónda á Stóra- Ármóti og konu hans Hólmfríðar Árnadóttur. Stúdents- prófi lauk séra Halldór 1895 og embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum 1898. Ári seinna, 15. okt. 1899, var hann vígður aðstoðar- prestur til séra Þorkels Bjarnasonar að Reynivöllum, en fékk veitingu fyrir staðnum 7. maí 1900. Þar lá svo starfs- ferill séra Halldórs upp frá því í fulla hálfa öld, eða unz hann lét af embætti í fardögum 1950, án þess, að því er mér er kunnugt um, að hafa nokkurn tima svo mikið sem komið til hugar að sækja þaðan á burt, svo miklu ást- fóstri tók hann í upphafi við söfnuði sína og sveitina. Þeim helgaði hann svo að segja allt sitt ævistarf þaðan í frá af einskærri trúmennsku og samvizkusemi. — 27. júní 1903 kvæntist séra Halldór Kristínu Hermannsdóttur John- sens sýsíumanns á Velli. Var frú Kristín hin glæsilegasta kona, vel menntuð og prýðilega gefin. Barnlaus voru þau hjónin, en fósturdóttur áttu þau eina, Kristínu Eyjólfs-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.