Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 21
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON BISKUP 19 og hæfileikum höfundarins. Þetta segi ég óhikað, og á þessu hefi ég vit. Ég hefi lesið það, sem ég hefi yfir komizt um þessi fræði. Ég veit, að þar er enginn fullkominn og skoðanirnar eru mismunandi, en gildi verkanna fer eftir hæfileikum, vinnu og hófsemi í dómum. Prófessor Ás- mundur hefir unnið þessi verk sín fyrir Háskóla vorn, bæði ritstörf og kennslu, eftir reglunni um byggingamann- inn, sem ég gat um í upphafi. Háskólabygging vor mun ekki hrynja vegna óvandaðrar vinnu á þeim steinum, sem hann hefir í hana lagt, — og eru þeir steinar bæði margir og miklir. ★ En þó að lærdómurinn væri vitanlega aðal verkefni okkar í Prestaskólanum, þá brauzt þó lífið þar fram í fleiri myndum undir forustu, eða kannske eins oft undir þolinmæði og umburðarlyndi og ríkum skilningi okkar ágætu kennara, Jóns Helgasonar, Haralds Níelssonar og Eiríks Briem. Setið var beggja megin í kennslustofunni, og var ekki laust við að nokkur keppni væri milli gamla landsins götumegin og nýju álfunnar út að garðinum. Við vorum svo óheppnir eða heppnir, að ekkert virtist vera um skáld í okkar hóp, sem þeirri gáfu beitti, en milli okkar fauk oft í ýmsum bókstafaþrautum og öðrum and- ans skylmingum. En þó bar meira á öðru hjá þessum skólafélaga, sem nú er heiðursgestur okkar í kvöld, og það var hin djúpa alvara bak við glaðværðina, hin heita trú hans og óbilandi ahugi á að vinna verk sitt vel og koma einhverju til leiðar fyrir kirkju Krists vor á meðal. Mér fannst það beinlínis athygii vert, og skildi það þó vafalaust ekki eins vel þá °g síðar. Hér var kominn maður með ósveigjanlega sann- færingu og taumlausa þrá eftir að vinna þeirri sannfær- lngu sigur. Hér var kominn í okkar hóp efni í ofsamann, ofstækismann, fanatískan mann í þágu þess málefni, sem hann fann sig kallaðan til.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.