Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 22
20 KIRKJURITIÐ Hér var mikið prestsefni komið í Prestaskólann, og mikið efni í leiðtoga í málefnum kirkjunnar. Prestsstarfi próf. Ásmundar kynntist ég ekki af eigin raun, hvorki vestan hafs né austan, en prédikanir hans — sem óneitanlega eru einn megin þáttur þess starfs — þekki ég vel og þið öll, ef þið hafið kært ykkur um það. Og án þess að fara hér að gerast prófdómari yfir honum; vil ég segja það, að þær bera prestshæfileikum hans fagurt vitni, ekki aðeins um innihald, stíl og mælsku, heldur og um einlægni, dýpt og heita trú, sem jafnan skiptir mestu. En hitt hefir þá ekki síður komið fram, hvílíkur leið- togi og vegsögumaður hann hefur oi'ðið á sínu sviði. Auðvitað hefir honum farið, eins og flestum miklum áhrifamönnum og leiðtogum, að öldur hafa á honum brotn- að og straumar á honum klofnað. f því efni hefi ég ekki átt með honum samleið, og tel ég það galla á mér en ekki honum. Hann hefir haldið sitt strik, það má hann eiga, haldið sitt strik, eins og hann hefir talið rétt að láta horfa. Hversu sem hann hefir viljað vera fús til samvinnu og samhugar, hversu sem hann hefir viljað láta hvern mann njóta sannmælis, hversu sem hann hefir viljað virða ann- ari’a skoðanir og dæma hlutlaust, þá hefir hann haldið sitt strik. Hann hefir án nokkurs undansláttar viljað fara eftir heilræði Matthíasar: Haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint, í Jesú nafni, á himins hlið. Þessu striki hefir hann haldið með öllum sínum einbeitta vilja, ósveigjanlegu sannfæringu, hvössu gáfum, og hvergi vikið út af viljandi. En eins og menn vita, þá sýnist mönnunum oft sitt hverjum, bæði um það, hvar himins hlið er, og hvemig lesa beri Guðs orð, og þá skerst í odda milli þeirra manna, sem eiga hinn sterka vilja og hina öruggu sannfæringu. Og þá geta dómarnir um þennan mann, eins og aðra mikla

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.