Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 29
VIÐ RIS NÝS ÁRS 27 En þó að vér kennum skyldleika milli vor og hins óróa- kennda eðlis Fausts, þá viljum vér ógjarnan, að ég hygg, ganga veg hans allan. Hann hugðist sem sé hrinda sínum stórbrotnu áformum í framkvæmd, hvað sem það kostaði. Ekkert afl hvorki á himni né jörðu skyldi dirfast að leggja stein í götu hans. Og til þess að geta verið viss um sigur, akvað hann að taka afl hins illa í þjónustu sína og auð- velda þar með sóknina. Honum tókst að rjúfa innsigli ^ayrkursins, komst alla leið þangað, sem höfðingi þess atti sér aðsetur og sigraði hann. Á óviðjafnanlegan hátt er þarna tekið á miklu viðfangs- efni, 0g því eru þannig skil gerð, að einnig í þessum þætti raun mannkynið geta þekkt drátt í eigin svip. Sú hætta liggur við veg sérhvers, að hann í ákafa fram- sækinnar baráttu grípi til margs konar viðsjálla hluta að stytta leiðir að marki. Maður, sem vill verða fjár- hagslega sjálfstæður, beitir stundum fyrir sig hvers konar brögðum til að komast yfir fé, notar mútur, stingur undan oleyfiiegum gróða eða gerist svikari í stórum stíl. Sá, sem komast vill til metorða eða valda, kýs gjarnan að athuga fyrst, hvaða skoðanir muni henta bezt til þess að ná fylgi fjöldans, en gætir þess minna, hver hans eigin sannfær- ln§ er. Jafnvel regla Jesúítanna gerði það að kjörorði sínu, að tilgangurinn helgaði meðalið. Þessi viðsjála lífsstefna hefir náð miklum tökum í bar- attu þjóða millum, svo að nú er vígbúizt kjarnorku til að Verja það, sem öllum er dýrast — frelsið. ^egja má því, að einnig sú hlið á eðli Fausts, að taka höfðingja myrkursins í þjónustu sína, heldur en að bíða °sigur, eigi sér djúpar rætur í mannlegu sálarlífi. Hvað eftir annað er herör upp skorin til að jafna al- þjóðadeilur. Menn beita fyrir sig ægiöflum hruns og tor- timingar í þeim tilgangi að þjóna lífinu og fegurstu hug- sJ°num þess. Þarna liggur veikleiki kynslóðanna, hinn sí- endurtekni harmleikur þjóðanna. Við veg allra ára standa válegustu öfl hins illa, sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.