Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 14
12 KIRKJURITIÐ vora og leiðir oss til þess, sem rétt er, fagurt, satt og gott. Eða eins og segir í I. Pétursbréfi á líkingamáli: Kirkja Krists rís meðal vor, er vér komum til hans hins lifanda steins og látum sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús, til heilags prestafélags. Kristur á að vera oss grundvöllur lífs vors og starfs, orð hans og verk og sjálf- ur hann. Allt sem er í samhljóðun við hann stendur stöð- ugt. Hitt má hrynja og á að hrynja. Það varðar minnstu að halda sér við ákveðna trúmálastefnu. Hitt er megin- atriðið eina að halda sér við hann. Því að öll sönn trú á Krist beygir saman ræturnar í djúpunum. Frammi fyrir honum verða oft deilumálin óverulega smá eða jafnvel hverfa með öllu. 1 krafti Krists megna mennirnir að hefja sig yfir öll ágreiningsatriði og lofa hverjum að njóta frelsis sannfæringar sinnar og ,,stefnunum“ að koma og fara eins og þær vilja. Þannig á kirkja Krists að standa öld af öld og birta Guðs ríkis lauga Islands fjöll og firði, dali, strendur. Einhverja voldugustu stund ævi minnar lifði ég fyrir tæpum aldarfjórðungi í dómkirkjunni í Niðarósi við vígslu hennar. Hún var alskipuð söfnuði þúsunda, sem hélt guðs- þjónustu í tilbeiðslu og þökk. I prédikunarstól stóð Nathan Söderblom, erkibiskup Svía, og ræddi um hlutverk kirkj- unnar, hvert það ætti að vera. Þegar nokkuð var liðið á ræðu hans, gekk hann niður úr stólnum og fram fyrir háaltari kirkjunnar, hóf bagal sinn hátt á loft og hrópaði: Heill þér, Kristskirkja. Hrifningaralda fór um söfnuðinn, svo að enn í dag meg- um vér muna röddina skæru, hvernig hún mælti þessi orð, sem ég aldrei mun gleyma. Heill þér, Kristskirkja, á að vera nýársósk og bæn vor allra, Kristskirkja, einhuga, endurnýjuð, víðfeðm, kær- leiksrík. Guð gefi það. Þá er engu að kvíða og ekkert að óttast. Þá eignast þjóð vor þann trúarstyrk og siðgæðisafl, er hún þarf til

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.