Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 45
HANDRIT VOR HEIM
43
með bókmenntastarfi sínu, á þeim öldum sem Danir næst-
Urn kvöldu úr íslendingum lífið með harðstjóm, þá ætti
Þakkarskuld Dana við íslendinga að vera meiri en svo,
að þeir reyni ekki aðeins að halda fyrir þeim handritunum,
heldur og eigni sjálfum sér þau. Sómi þeirra væri lang-
mestur að skila þeim undantölulaust. Með því einu móti
gsetu þeir sýnt einlægan vilja til að bæta fyrir brot for-
tíðarinnar, og munu aldrei heilar sættir takast með þess-
Urn frændþjóðum fyrr en gengið verður frá þessum mál-
um með drengilegum hætti.
Langmestur hluti af þeim skinnhandritum, sem hér um
rffiðir, eru rituð af íslenzkum klerkum á fyrri öldum. Það
er því ekki óeðlilegt, að Prestafélag fslands láti sig mál
þetta nokkru varða, já, kirkja íslands öll.
Benjamín Kristjánsson.
★
Safnaðarblað í sveit.
Tilraun hefir undanfarandi verið gerð til að halda hér úti
safnaðarblaði í tveimur sóknum, Valla- og Tjamar-
sóknum. Þetta litla blað er ýmist 4 eða 8 síður vélritaðar í
stóru fjögurra blaða broti. Kemur það mánaðarlega út að vetr-
mum. Það er sent út í tveim eintökum í hvora sóknina og geng-
ur bæ frá bæ „rétta boðleið“, eins og þingboðið í gamla daga.
Svo virðist sem fólki þyki betur, að blaðið skuli hafa verið
stofnað. Kunna menn því yfirleitt vel, að kirkjan skuli rétta
hönd sína á þennan hátt til safnaðarins. Þessvegna er líka skýrt
frá þessari tilraun hér. Má vel vera, að fleiri sveitaprestar gætu
uotað þessa útgáfuaðferð með nokkrum árangri. Fyrirhöfn er
ekki mikil, og kostnaðurinn er hverfandi, og lítill verður árang-
Urinn, ef hann borgar ekki það, sem út er lagt. — Sá siður hef-
lr komizt á hin síðari árin, að fólk kemur saman í Vallakirkju
a Gamlaárskvöld um kl. 11 og er þar fram yfir áramótin. Prest-
urinn flytur þar ræðu, sálmar eru sungnir og nýju ári er fagn-
að með klukknahringingu. Að lokinni samverustundinni í kirkj-
unni kemur svo fólkið inn til prestshjónanna og þiggur góð-
gerðir. Slíkar stundir treysta áreiðanlega vináttuböndin milli
Presta og safnaðar. tJr bréfi.