Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 10
8 KIRKJURITIÐ Vér megum engir iíta svo á, að hún sé aðeins stofnun einnar ákveðinnar stéttar embættismanna, prestanna. Það væri bæði röng og hættuleg skoðun. Nei, allir éiga að vera þjónar kirkjunnar, eða, eins og einnig má orða það og stendur í I. Pétursbréfi, allir „heilagt prestafélag“. Á það minnir siðurinn fagri, sem ekki má leggjast niður í kirkju vorri, að einn úr flokki leikmannanna flytur bæn í nafni safnaðarins í upphafi guðsþjónustunnar. Það minnir á, að allir í söfnuðinum eiga að vera virkir þátttakendur í guðs- þjónustunni og á blessun leikmannastarfsins, sem kirkja vor má ekki án vera. Áhuginn glæðist með undursamleg- um hætti, þegar menn taka sjálfir að starfa með. Ég las nýlega mjög athyglisverð orð skólakennara. Hann sagði: ,,Ég hefi heyrt hundruð prédikana, en aðeins haldið eina sjálfur. Og þó hefir þessi eina tengt mig kirkju minni traustari böndum en allar hinar.“ Á þessu víðfeðma sam- starfi allra byggist vonin, að Guðs ríki komi — í hverja sál og hver blettur og bær og hús verði hluti af því. Það er enn í nánd, eins og á Krists dögum. Það er svo nærri oss, að ljómann af því ber stundum yfir daglegt líf vort. Það er eins og vorið. Þegar öll fræin niðri í duftinu taka geislum sólarinnar, færist líf og gróður yfir náttúruna. Á sama hátt kemur Guðs ríkið hingað til vor, þegar vér opnum hjörtu vor fyrir Guði og vilja hans og leitumst við af öllum mætti að breiða það út til annarra manna. Kirkjan á að vera svo víðfeðm, að hún láti sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún á að beina áhrifum sínum til ungra og gamalla, ríkra og óríkra, hraustra og heilsu- veikra, inn á sérhvert svið þjóðlífsins. Hún á að móta stjórnmálin, félagsmálin, efnahagsmálin, atvinnumálin, skólalíf, heimilislíf, dagleg störf, svo að þetta allt verði í þjónustu Guðs ríkis. Það á að geta orðið fögur guðsþjón- usta að láta tvö strá spretta, þar sem áður óx eitt. Ég minnist í þessu sambandi orða bónda eins í Vesturheimi, í því byggðarlagi, þar sem ég var prestur. Hann var að fást við útsæðiskartöflur. Þá bar að gamlan mann, lítt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.