Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 36
34 KIRKJURITIÐ er kunnugt um. Margt fleira mætti telja, því að séra Hall- dór átti mörg áhugamál, sem hann taldi, að gætu orðið til góðs — bæði fyrir sveit sína og þjóð. En hér er ekki tækifæri til að geta þeirra allra. Eins vil ég þó geta enn þá. Þess áhugamáls hans, sem ég hygg að hafi verið honum hjartfólgnast af þeim öllum, en það var tónlistin. Tónlistin var hans annað eðli, sá þátturinn, sem drýgstan þáttinn átti í þvi að gera hann að þeim hugsjónamanni, sem hann var. Helzt mun það hafa verið við hljóðfærið, að hann gat unnt sér einhverrar friðar- og hvílarstundar. Sem tónskáld var séra Halldór býsna mikilvirkur, ekki sízt, þegar til þess er hugsað, að á því sviði var hann með öllu sjálfmenntaður. Án nokk- urrar tilsagnar lærði hann hljóðfæraslátt, og stóð þar, að því er ég hygg, mörgum framar, sem notið hefir tilsagnar. En séra Halldór sat ekki einn að þessu áhugamáli sínu frekar en öðrum, sem hann taldi að mættu verða til bless- unar fyrir samferðamenn sína um lífið. Kom þetta ekki aðeins fram í því, að hann léti gefa út lög sín, sem voru ekki nema litið eitt brot þess mikla fjölda, sem hann samdi, heldur fyrst og fremst í því að hvetja menn til aukins skilnings á gildi tónlistarinnar. Hvatti hann mjög til aukins söngstarfs, og fjölda manns kenndi hann hljóðfæraslátt, enda sjást glögg merki þessa starfs í sóknum þeim, sem hann þjónaði. Mjög var séra Halldór áhugasamur um safnaðarsöng, og hvatti mjög til aukins starfs á þeim vettvangi. Og þar féll sáðkorn hans í góða jörð. Mér hefir verið sagt það af þeim manni, sem var öllum öðrum kunnari þessum málum, að það hafi ekki hvað sízt undan rótum þessa áhuga hans runnið, sá mikli og almenni áhugi, sem vaknað hefir nú á seinni tímum fyrir eflingu kirkjusöngsins í landinu. Þessi brennandi þrá séra Halldórs til að miðla öðrum af hinum mörgu áhugamálum sínum, batt hann óvenju traustum böndum við samferðamenn sína, og þá auðvitað

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.