Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 32
30 KIRKJURITIÐ flæða yfir alla tilveruna, nýr dagur, miklu skærari bjart- asta júnídegi, rísa yfir dimma, fátæklega veröld. Þannig dreymir stórt skáld. En er þetta nokkuð annað en það, sem Kristur boðaði að koma myndi, ef menn gengju kenningu hans á hönd og fetuðu hinn mjóa veg? Nýtt ár hefir lyft tjaldi frá sviði nýrrar heimssögulegrar sýningar. Vér verðum, bæði einstaklingar og þjóð, þátt- takendur ásamt öðrum í þeim leik. Hvort viljum vér heldur leggjast á sveif með myrkrinu og hatrinu eða brjótast inn í berg heiðninnar eftir lýsi- gullinu, sem varpa mun ljóma yfir vegu hins nýja árs? Hver dagur, sem rís, gefur svar við þeim spurningum. Eftir því, sem svörin ráðast, kann alls kyns hrun að vera framundan, eða ný, stórkostleg sókn í viðreisnarátt. Páll Þorleifsson. Barnastarf á Dalvík. Á Dalvík er rekið dálítið kristilegt barnastarf á vegum Kvenfélagsins og kirkjunnar. Presturinn kemur og talar á samkomum þess, þegar hann getur, en annars stendur Vald. V. Snævarr fyrir samkomuhaldinu. Samkomurnar eru haldnar í barnaskólahúsinu. Starfið virðist vel metið, og vel sækja börn- in, einkum yngri börnin. Barnaguðsþjónustur hefir presturinn einstaka sinnum. I öðrum sóknum kallsins heldur presturinn einstaka sinnum æskulýðssamkomur, einna oftast þó í Tjarnar- sókn. Konur þar hafa mikinn áhuga á æskulýðsstarfi, og er því reynt að koma á móts við óskir þeirra eftir beztu getu. En oft hindrar óveður, ófærð og annríki. Aðalstarfstíminn meðal barna og unglinga er veturinn. Á sumrin eru þau margvíslega flækt inn í starfslífið og sólgnust í útiveru. Viðleitnina til að starfa fyrir og með æskulýðnum vantar ekki, en erfiðleikarnir eru miklir og tíminn lítill. Úr bréfi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.