Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 8
6
KIRKJURITIÐ
anna um búning, eins og trén um börk. Skapari vor hefir
sýnt oss það, að hann vill sem mesta margbreytni, svo
að ekki eru jafnvel tvö laufblöð nákvæmlega eins í öllum
skógum veraldarinnar, hvað þá tveir menn í kynslóðum
kynslóðanna. Þannig er einnig mest auðlegð lífsins. En
engu að síður eigum vér að vera einhuga um markmið
kirkjunnar í þjóðlífi voru, það er „Faðir vor“ lýsir. Island
á að vera Guðs ríki, íslenzka þjóðin Guðs þjóð. Að því
ber oss öllum að vinna saman, kirkjunnar mönnum.
Ein er vor ættjörð,
einn vor himinn,
ein vor ósk og trú,
þegar á herðir.
Skoðanamunur má á engan hátt standa fyrir samvinnu
né samtökum. Höldum ótrauðir áfram að ræða og rita
um skoðanir vorar af rökum og reynslu, en gjörum það
um fram allt með bróðurhug. Þá eigum vér ráð á því að
vera ósammála. Þá verður það ekki til tjóns, heldur til
góðs. Átök fylgja jafnan þróttmiklu, andlegu lífi, og svo
hefir það verið frá upphafi vega kristindómsins. En þá
verða þau til niðurrifs, er þeim fylgir kuldi, skilningsleysi,
úlfúð, enda eru þau þá beinlínis orðin ókristileg. Kirkjan
má aldrei líkjast fúnum, klofnum fauski, engum til gagns,
heldur þróttmikilli björk, sem breiðir laufgað lim sitt yfir
þjóðina og býður henni allri og þá sérstaklega æskunni
athvarf og skjól. Bróðurleg samvinna að einu marki kirkj-
unnar tryggir henni vöxt og þrótt og einingu að baki
ólíkum skoðunum.
IV.
Og kirkjan þarf að endumýjast, boðskapur hennar í
orði og verki fyllast nýju lífi.
„Vér eigum ekki nóg af eldvígslu andans,“ skrifar prest-
ur einn. „Ræða vor er oft aðeins fyrirlestur, guðfræðilegt
erindi eða rétt skólastíll. Hún er ekki sá boðskapur eða